Aðeins meira um jeppana á SEMA-sýningunni

Hér á landi höfum við gaman af því að skoða breytta jeppa – og á SEMA-breytingasýningunni í Las Vegas er þessa dagana hægt að skoða marga frábæra slíka jeppa. Lítum aðeins nánar á það sem Jeep og skyld fyrirtæki eru að sýna þar þessa dagana:

image

Jeep Wrangler 4xe

Í jeppaflokknum er Wrangler 4xe smekkfullur af JPP (Jeep Performance Parts) og Mopar íhlutum. Hann er hækkaður með sértækum JPP 2 tommu lyftibúnaði og Fox dempurum.

Gorilla Glass, sem við þekkjum frá farsímunum er komið í framrúðuna, en einnig hefur verið bætt við fullt af öðrum JPP (Jeep Performance Parts) hlutum eins og stálstuðara, spili, LED torfæruljósum, röra-hurðum, grjótvörn, niðurfellanlegu borði að aftan, styrkingu á lömum á afturhlera og þriðja bremsuljósinu.

Það er búið að hækka bílinn á fjöðrum og komin styrking á afturhlera fyrir „beadlock“ felgurnar og 37 tommu dekkin.

image

Það eru nokkrir sérsniðnir hlutir í bílnum sem eru mögulega forsmekkurinn af því sem koma skal frá JPP í framtíðinni. Þar á meðal eru vínylgólfmottur og rekki á mælaborðinu til að festa hluti eins og síma, myndavél eða önnur tæki.

image

Jeep Grand Cherokee L Breckenridge

Ekki eru allir jeppar ætlaðir fyrir torfærur og Grand Cherokee L Breckenridge er flottur sýningargripur fyrir lúxus og götumiðaðan jeppa.

Hann er tvílitur og er neðri hlutinn málaður í möttum, sanseruðum blágráum lit en þakið er svart og glansandi.

Merki og grill eru máluð í brons-lit. Á þakinu er svartur farangurskassi. Felgurnar eru 21 tommu og eru fáanlegar hjá Mopar.

image

Hápunkturinn er svo sjálf innréttingin: Sætin eru klædd „Atmospheric Blue Palermo“ leðri. Það sem endurspeglar ytra byrðið enn frekar inni í bílnum eru gljásvartar hurðarplötur og brons-áherslur. Ekta virðarlisti (úr valhnotu) er í innréttingunum og ýmislegt fleira er til skrauts í bílnum.

image

Ram 1500 Outdoorsman

Það kemur þeim á Autoblog á óvart að TRX útgáfan af Ram hafi ekki ratað á SEMA-sýninguna. Þess í stað vekur Ram 1500 Outdoorsman athygli, en hann kemur frá Mopar. Ástæða þess að bíllinn vakti athygli þeirra er sá mikli fjöldi aukahluta sem ekki hafa sést áður og gætu komið á markað í náinni framtíð.

Sumir aukahlutanna virðast innblásnir af nýjasta Ford F-150 eins og vinnuborðið á pallinum sem er með ýmsum búnaði, t.d. klemmum fyrir smíðavið eða aðra hluti.

Að innan er vinnurými sem passar við niðurfellanlega sætisbakið á afturbekknum. Frumlegri er þó innbyggða ryksugan sem heitir RamVac og er falin undir aftursætinu. Grindin að aftan er önnur hugmynd með tveimur hæðarstillingum til að bera annað hvort mjög langa hluti, eða til að fela styttri hluti á bak við stýrishúsið.

image

Allur bíllinn er hækkaður með Mopar 2 tommu lyftibúnaðinum sem nú er tiltækur og er með 20 tommu felgur með 35 tommu dekkjum. Bíllinn er einnig með hliðarþrep úr rörum.

image

Ram 1500 TRX RexRunner

Að lokum komum við að Ram TRX RexRunner. Þetta er pallbíllinn sem Autoblog hélt fyrirfram að yrði tvinnbíll TRX, en þetta er bara TRX með bláum merkjum og dráttarkrókum. Jæja, hann er aðeins meira en það, segja þeir hjá Autoblog.

Vélin er 700 hestafla V8 með forþjöppu og fer bíllinn úr 0 í 100 km/klst á um 4,5 sekúndum (ekkert rafmagn hér).

image

Flest annað á bílnum eru Mopar aukahlutir sem eru þegar á markaði. Þar á meðal er áðurnefndur þakbogi, festing fyrir varadekkið á pallinum, grjótvörn, stútar á pústi og framlenging á pallinum. Innréttingin er með Tradesman hurðarklæðningum sem auðvelt er að þrífa og vinylgólfi.

(frétt á Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is