Nýtt flaggskip MG Motor:

BL frumsýnir MG Marvel R Electric

- Getur m.a. deilt orku með öðrum rafbílum

MG Motor hefur kynnt nýtt flaggskip í flota sínum, hinn rúmgóða og framúrstefnulega rafknúna jeppling (SUV-C) MG Marvel R Electric, sem frumsýndur verður hjá BL við Sævarhöfða nk. laugardag, 6. nóvember, milli kl. 12 og 16.

MG Marvel R Electric verður til að byrja með fáanlegur í tveimur útfærslum; Luxury 2WD sem hefur rúmlega 400 km drægni, og Performance 4WD sem hefur um 370 km drægni.

Auk 19“ álfelgna og eftirtektarverðrar útlitshönnunar er MG Marvel R Electric búinn afar fallegri innréttingu og miklum staðalbúnaði fyrir þægindi og öryggi ökumanns og farþega.

image

Val um 2WD eða 4WD

    • MG Marvel R Electric 4WD er búinn þremur rafmótorum; einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er 288 hestöfl, drægni rafhlöðunnar er um 370 km og snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 4,9 sekúndur enda togið um 665 Nm.
    • MG Marvel R Electric 2WD hefur tvo rafmótora við drifrásina að aftan sem gefa 180 hestöfl og 410 Nm tog. Snerpa úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 7,9 sekúndur. Bíllinn hefur um 402 km drægni og hámarkshraði MG Marvel R Electric óháð útfærslum er takmarkaður við 200 km/klst.

Sjálfstæður orkumiðlunarbanki

Í MG Marvel R Electric er 70 kWh rafhlaða sem unnt er að hlaða úr 5% í 80% á aðeins 43 mínútum.

Raunar er hægt að hlaða annan rafbíl með orku frá MG Marvel R Electric.

image

Rúmgóður og öflugur rafbíll í SUV-flokki

MG Marvel R Electric er rúmgóður jepplingur (SUV) sem var sérstaklega hannaður með áherslu á þægindi, tækni og afköst og er varmadæla t.a.m. staðalbúnaður til að viðhalda drægni rafhlöðunnar í kulda. Bíllinn er tæplega 4,7 m langur, rúmir 1,9 m á breidd og 1,7 m á hæð.

Hjólhafið er um 2,8 m sem veitir gott rými fyrir bæði farþega og farangur.

Farangursrými í skotti er 357 lítrar og alls 1.396 lítrar með niðurfelldum sætisbökum. Í Luxury 2WD er að auki 150 lítra farangurspláss undir hlífinni að framan. Með þakbogum er að auki hægt að setja allt að 50 kg af farangri á topp bílsins auk þess sem dráttargetan er allt að 750 kg s.s. fyrir létta kerru eða tjaldvagn.

image

Þægindi með miklum staðalbúnaði

Marvel R Electric búinn 19,4 tommu snertiskjá fyrir stjórn afþreyingar og upplýsinga og rúmlega 12 tommu stafrænu mælaborði ásamt fjölbreyttum tengimöguleikum ásamt þráðlausri tengingu við internetið gegnum MG iSMART.

Verð MG Marvel R Electric

MG Marvel R Electric 2WD Luxury kostar frá 6.299.000 kr. og Performance 4WD frá 6.999.000 kr.

MG Motor Europe

Sala MG Motor í Evrópu á fyrri hluta ársins nam um 21 þúsund bílum. Auk Íslands eru umboðsaðilar MG nú um tvö hundruð á meginlandinu og Bretlandi og býst framleiðandinn við að í árslok verði þeir orðnir um fjögur hundruð talsins.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is