Ef kaffibollinn vakti þig ekki almennilega í morgun þá vekur þessi baneitraða auglýsing frá Skoda þig í einum grænum.

Já, og eitt í viðbót: Ef syfjan er óbærileg er gott ráð að hækka vel í græjunum áður en auglýsingin hefst. Annars er best að hækka ekki um of því í þessari auglýsingu kemur hin „illa hlið“ Skoda Fabia RS fram.

„The Mean Green“ nefnist auglýsingin og var hún tekin upp í verksmiðju Skoda í Tékklandi árið 2010. Það er mikill kraftur í þessu og ekki annað hægt en að dást að hugmyndinni. Best að segja ekki meira því hér er „The Mean Green“:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is