2020 Skoda Enyaq: útlitið forsýnt á opinberum myndum

Fyrsta framleiðslu tékkneska fyrirtækisins á nýjum MEB-grunni mun bjóða allt að 500 kílómetra aksturssvið og svipuðu innanrými og í Kodiaq.

Skoda hefur forsýnt myndir af útliti á nýja Enyaq iV, fyrsta rafmagnsbíl þeirra sem smíðaður er á MEB grunni Volkswagen Group, en bíllinn verður kynntur 1. september næstkomandi.

image

Kynningarmynd af Skoda Enyaq að framan.

Autocar-vefurinn segir að klassískar ýktar hönnunarteikningar í hugmyndastíl geri það að verkum að erfitt verði að draga ályktanir um hvernig bíllinn mun líta út þegar að framleiðslu kemur.

Skoda heldur því fram að bíllinn muni hafa „tilfinningalegar línur og jafnvægi, ásat kraftmiklum hlutföllum“.

Karl Neuhold, yfirhönnuður hönnunar tékkneska vörumerkisins, heldur því fram að Enyaq iV sé með hlutföll sem „eru frábrugðin fyrri jeppum þeirra“. Styttri framendi bílsins og lengri þaklínan „skapar mjög kraftmikið yfirbragð og umbreytir því í sem mætti kalla „geimskutlu“.

image

Og hér má sjá þennan nýja Skoda Enyaq séð að aftan.

Neuhold heldur því fram að MEB-grunnurinn pall og skortur á brunahreyfli geri kleift að vera með bílinn stuttan framan og að aftan. Yfirbyggingin er „lengd og afar loftaflfræðileg“, með dragstuðulinn aðeins 0,27.

Nýi sportjeppinn, sem notar sömu grunnstoðir og nýi bíll Volkswagen ID 3, er sagður hafa innréttingu sem „endurspeglar nútímalegt umhverfi“. Hönnuðir hafa nýtt sér það að MEB grunnurinn er ekki með neinn miðjustokk og langt hjólhaf til að búa til innanrými sem er „sjónrænt enn rúmbetri og til að skapa tilfinningu um enn meira pláss“, fullyrðir Skoda.

Skoda heldur því einnig fram að farþegar í aftursæti muni njóta góðs af „óvenju rausnarlegu“ fótarými.

image

Teikning af innanrýminu í 2020 Skoda Enyaq.

Skoda segir einnig að fyrirtækið hafi hætt með núverandi búnaðarstig sem er í núverandi bílum þeirra í þágu ýmissa nýrra „hönnunarvalkosta“ sem hver og einn notar sjálfbæra framleiðslu og endurunnið efni. Þeim verður greinilega skipt í aðskild 'þemu', með ýmsum valkostapökkum í boði að auki.

Enyaq, sem Autocar hefur nú þegar ekið í frumgerð, kemur í sölu árið 2021 og mun vera lykilatriði í áætlun Skoda um að koma fram með 10 gerðir rafbíla með iV undirmerkinu í lok árs 2022.

image

Frumgerð Skoda Enyaq í reynsluakstri fyrir nokkru.

Skoda hefur staðfest að svipað og á öðrum gerðum sem byggðar eru á MEB-grunninum verður Enyaq boðinn með vali um afturhjóladrif og fjórhjóladrif, þrjár rafhlöðustærðir og fimm aflstig. Stærsta rafhlaðan verður 125 kW eining sem gefur opinbert aksturssvið sem nemur um 500 kílómetrum.

Enyaq nafnið er fengin frá írska nafninu Enya, sem þýðir „lífsuppsprettan“, en „q“ í lokin passar við núverandi sportjeppa Skoda, Kamiq, Karoq og Kodiaq.

Bíllinn er byggður á Skoda Vision iV hugmyndabílnum sem kom í ljós árið 2019.

(byggt á grein á Autocar-vefnum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is