Hvar værum við nú á þeirra? Blessaðra bílaspæjaranna? Tjah, við værum kannski ekkert annars staðar í veröldinni en við myndum ekki vera svona agalega vel með á nótunum hvað bílaprófanir framtíðarbíla snertir!

Þetta er tekið í Nürburg í Þýskalandi en þar eru margir bílar prófaðir á hinum ýmsu stigum í þróunar- og framleiðsluferlinu.

image

Þetta er frumgerð 2023 af „stóra bróður“ Q4 e-tron og höfum við áður fjallað um þann stóra hér.

image

Þessi sem er fyrir framan Q6 er líka mjög spennandi! Góður staður þarna í nágrenni við Nürburghringinn. Skjáskot úr meðfylgjandi myndbandi.

Segir bílaspæjarinn í þeim stutta texta sem fylgir myndbandinu að verið sé að prófa hinn nýja PPE-grunn (Premium Platform Electric) sem bíllinn er byggður á. Munu margar gerðir Audi og Porsche rafbíla nýta þennan grunn en hér má lesa allt um hann á ensku reyndar en þeir sem frekar kjósa íslenskuna geta lesið um grunninn í þessari grein okkar frá síðasta ári.

image

Hann er vel dulbúinn til að blekkja bæði augu og linsur.

Hér er myndbandið frá bílaspæjaranum:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is