• Edison Motors, sex ára sprotafyrirtæki, er líklegur kaupandi SsangYong í Suður-Kóreu

    • Sprotafyrirtækið Edison Motors er sex ára gamalt og framleiðir rafbíla

Bílaframleiðandinn SsangYong er vel þekktur hér á landi en Bílabúð Benna hefur selt bíla þeirra frá júní árið 1996.

Suður-kóreski bílaframleiðandinn fór fram á gjaldþrot í desember 2020 og er í skiptameðferð.

image

Hér má sjá hugmynd SsangYong að rafdrifnum crossover sem fékk nafnið J100 en að baki honum má sjá Musso og Korando – jeppana sem við þekkum vel hér á landi

Samkvæmt Nikkei Asia á Edison Motors besta á tilboðið í SsangYong. Samningurinn er sagður vera um 260 milljóna dollara virði, samkvæmt heimildum útgáfunnar. Gert er ráð fyrir að bifreiðaframleiðandinn og tilboðsgjafinn muni ganga frá og gera samning í lok nóvember.

SsangYong Motor nefndi hóp undir forystu suður-kóreska rafrútu- og vörubílaframleiðandans Edison Motors sem nýjan eiganda sinn.

SsangYong var sett í greiðsluaðlögun í apríl eftir að hafa óskaði eftir því í desember árið 2020. Fyrirtækið lagði í vikunni fram umsókn til gjaldþrotadómstólsins í Seoul en gaf út að það vonist til að kaup Edison Motors nái fram að ganga.

image

Teikning af hugmynd SsangYong að nýjum jeppa, X200, sem átti að leggja grunninn að nýrri framtíð fyrirtækisins – sem verður í höndum nýrra eigenda ef allt gengur eftir

Verður SsangYong rafbílaframleiðandi?

„Edison Motors stefnir að því að kúvenda framleiðslu SsangYong eftir þrjú til fimm ár og breyta fyrirtækinu í rafbílaframleiðanda,“ sagði Kang Young-kwon, stjórnarformaður Edison Motors, síðastliðinn föstudag á blaðamannafundi.

SsangYong mun geta framleitt allt að 300.000 farartæki á ári á þremur samsetningarlínum í verksmiðju sinni í Pyeongtaek, sagði Kang.

SsangYong hefur verið í meirihlutaeigu indverska fyrirtækisins Mahindra & Mahindri síðan 2011. Mahindra hefur leitað að kaupanda að þessum 75 prósenta hlut sem það eignaðist í SsangYong árið 2010. Kaupin á þeim hlut fyrir rúmum áratug síðan björguðu bílframleiðandanum frá gjaldþroti í það skiptið en þrátt fyrir góðan ásetning hefur Mahindra átt í erfiðleikum með að snúa rekstri SsangYong við.

SsangYong hyggst nú skrifa undir viljayfirlýsingu við Edison um að ganga frá ýmsum atriðum, þar á meðal kaupverði.

SsangYong gæti kostað hópinn, sem innifelur m.a. suður-kóreskan fjárfestingarsjóð, allt að einni trilljón won (849 milljónir dollara), að því er staðbundnir fjölmiðlar greindu frá.

(byggt á fréttum á Automotive News Europe og fleiri bílavefsíðum)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is