The National Corvette Museum opnar aftur

Í dag var safnið opnað á ný eftir gagngerar endurbætur. Nýir sýningargripir og þemasýniningin "The Vision Realized" 60 year of Mid_Engine Corvette Design var opnuð með pompi og prakt. Á safninu má nú sjá Covette Indy og P-987 GT ásamt nokkrum sögulegum Chevrolettum.

image

Safnið hefur verið lokað í hartnær 12 vikur vegna Covid-19 en hefur nú opnaða á ný. Stjórnendur og starfsmenn safnsins hafa staðið í ströngu á meðan á faraldrinum stóð og í kjölfarið bætast við tveir nýir sýningarsalir og þá var þemasýningin einnig opnuð.

image

Corvette Indy.

image

Corvette XP-987 GT.

image

Corvette C8.

Opnunin eftir þessa endurnýjun safnsins er tileinkuð minningu E.Pierce Marshall (moldrík kappaksturshetja í Bandaríkjunum). Uppfærslan miðar einnig að því að gera söguna aðgengilegri og með gagnvirkum snertiskjám, mynböndum sýndum í þar til gerðum básum er hægt að upplifa kappakstur í nýjum hæðum.

image

Corvette CJ R.

Mótorsport hluti safnsins er tileinkaður mótorsporti tengdu Corvettum og þá sérstaklega CJ R bíl Pierce E. Marshall jr.

image

Corvetta Richards Sampson sem lét múra bílinn inn í „bílskúr“ í 27 ár. Eftir það hafði dóttir hans bílinn í stofunni hjá sér í hartnær 10 ár.

Einn er sá bíll sem öðrum fremur á sér skemmtilega sögu en það er 1954 árgerð af Corvettu sem verslunareigandi keypti nýjan. Hann ók bílnum um fjögurra ára tímabil en ákvað svo að leggja honum. Verslunareigandinn sem hét Richard Sampson ákvað því að múra bílinn inn í verslunarhúsnæði sitt og varðveita þannig bílinn um ár og öld. Sampson gaf út að bíllinn skyldi vera innmúraður til ársins 2000.

image

Bíllinn var losaður úr prísundinni steinn fyrir stein.

Þó svo að hann hafi breytt þessum ásetningi sínum var bíllinn múraður inn í nokkursskonar „bílskúr“ inní í verslunarbyggingunni í 27 ár.

image

Séð ofan í vélarhús Corvette árgerð 1954. Vélin var 3.8 lítra OHV I-6 “Blue Flame”, vatnskæld.

image

Bíllinn er aðeins ekinn um 2300 mílur.

image

Í stofunni heima hjá dóttur Sampson í Daytona Beach í Florída.

Eftir að bíllinn var losaður út með því að losa stein fyrir stein úr byrginu var hann afhentur dóttur Sampson sem hafði hann í stofunni hjá sér í tæp 10 ár. Segi svo enginn að mönnum þyki ekki vænt um ökutækin sín.

Bíll þessi er nú kjörgripur á hinu nýendurgerða Corvettu safni sem staðsett er í Kentucky fylki stutt frá Nashville í Bandaríkjunum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is