Rafknúin ökutæki sem aðeins nota rafhlöður voru tæplega 78% af sölu nýrra bíla

OSLO - Eftirspurn eftir meðalstórum gerðum Tesla í Noregi varð til þess að næstum 80% af heildarsölu bíla í síðasta mánuði eru rafbílar.

image

Tesla Model Y, var söluhæsti bíllinn með 19,8% af bílamarkaðinum og síðan kom Model 3 fólksbíll Tesla með 12,3%. Enyaq frá Skoda var töluvert neðar, eða í þriðja sæti með 4,4%.

Model Y var fyrst frumsýndur hjá Tesla í Kaliforníu í mars 2019 en stutt er síðan hann kom á evrópskan markað.

Með því að undanskilja rafknúin ökutæki að öllu leyti frá þeim sköttum sem lagðir eru á bíla er ganga fyrir jarðefnaeldsneyti hefur Noregur, sem framleiðir olíu, orðið leiðandi í því að hætta notkun á brunahreyflum og árið 2020 seldust rafbílar betur en allir aðrir bílar í fyrsta skipti.

Lúxus skattur

Fréttir hafa borist af því að næsta ríkisstjórn undir stjórn Jonas Gahr Störe og Verkamannaflokksins verði skipuð aðilum sem hafa heitið því að taka upp 25% virðisaukaskatt af verðmiða hvers nýs bíls sem fer yfir 600.000 norskar krónur.

„Þetta er niðurgreiðsla. Og ... því dýrari sem bíllinn er, því hærri er styrkurinn“, sagði hann.

„Við höfum undanfarin tvö ár fengið margar nýjar gerðir [...] það er úr nógu að velja fyrir þá sem vilja enn kaupa bíl á meðan undanþága er frá virðisaukaskatti,“ bætti Hansen við.

(frétt frá Reuters – Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is