Breyting á klassískum bílum yfir í rafbíla sífellt vinsælli

    • Að setja rafmagns drifrás í klassíska bíla þykir sniðugt fyrir umhverfisvitundina og þá sem eiga peninga

Söfnun klassískra bíla hefur alltaf haft yfir sér ákveðið yfirbragð og það virðist þeir sem eru með djúpa vasa eru nú komnir með enn skemmtilegri aðgerðir með því að breyta eldri bílum í rafbíla.

image

Þessi grænu viðskipti eru þó ekki ódýr og eru ekki án gagnrýni; F-Type Zero var með áætlaða verðlagningu sem nemur um 300.000 pund áður en hlé var gert á þróuninni, en svipað verkefni og sá DB6 Volante breytt af Aston Martin Works var með svipaðan væntanlegan kostnað. Gagnrýnendur halda því fram að það sé ósamrýmanlegt að varðveita arfleifð sína við að breyta sjaldgæfum bílum með því að setja í þá rafmagnaða drifrás.

image

Þrátt fyrir þetta streyma klassískir bílaaðdáendur til breytingaraðila, elta bæði það að eiga klassískan bíl og vitneskju um að þeir geti ekið einum um án þess að verða gagnrýndir fyrir að keyra það sem líklega væri bíll með tiltölulega mikla losun mengandi efna.

image

Ný tegund viðskiptavina

„Alveg ný tegund viðskiptavina þarfnast afls með hreinu lofti“, segir David Lorenz, stofnandi fyrirtækisins Lunaz, og bætir við: „Heimurinn er að breytast. Alheimslöggjöf og breyting á viðhorfum til sjálfbærni er það sem vekur eftirspurn eftir valkostum á hreinu loft. Lunaz telur að rafdrifnirs klassískir bílar „séu fullkomin lausn varðandi uppfærslu og sjálfbæran hreyfanleika.“

image

Græn skilríki og flæðandi línur sígildra rafbíla eru studdar með alvöru frammistöðu, með rafdrifnum Jaguar XK120 með rafbúnaði frá Lunaz sem framleiðir 375 hestöfl og 700 Nm togi með 80 kWh rafhlöðupakka og rafmótor. XK tekur aðeins fimm sekúndur að fara frá 0-100 km/klst og hefur bil 400 kílómetra aksturssvið eða meira.

image

Lunaz er einnig með takmarkaða framleiðslu á Bentley Continental Coupe 1955-65 og Drophead, Mulliner Flying Spur og klassískum Rolls-Royce.

image

Verð fyrir einn af bílum Lunaz byrjar á 350.000 pund, en þrátt fyrir þessa aðgangshindrun hefur Lunaz upplifað mikla eftirspurn og tvöfaldar starfsemina í Silverstone til að mæta þessu. Og þó að gagnrýnendur geti fullyrt að það að umbreyta klassískum bílum í rafmagnsbíla skerðir eðli þeirra eða grefur undan arfleifð þeirra, sér Lorenz hlutina á annan hátt.

image

„Heimurinn er að breytast, kynslóð dóttur minnar mun ekki njóta sama aðgangs að klassískum bílum og við höfum. Við erum þátttakendur í varðveislu nokkurra merkustu hluta sögunnar. “

image
image

Hvernig virkar breytingin?

Meginreglan að umbreyta klassískum bíl til að keyra á rafmagni er þannig að upprunalegum mótor og drifrás er skipt út fyrir mótor (eða mótora) og rafhlöðupakka, þó að aðferðir til að ná þessu sé mismunandi. Sum fyrirtæki nota sérsniðið vélarafl og tryggja að allar umbreytingar séu að fullu afturkræfar, þannig að hægt sé að koma upprunalegum mótor og tilheyrandi drifbúnaði fyrir aftur ef þess er óskað.

image
image

Fyrirtæki eins og Electric Classic Cars framkvæma á sama tíma einnig þessar breytingar, auk þess að selja aðfengna mótorar og rafmagnsíhluti með notuðum Tesla rafgeymiseiningum í breytingasettum, sem gerir áhugamönnum kleift að umbreyta eigin bílum í sínum bílskúr.

image
image
image
image

(byggt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is