1956 Ford Thunderbird

Með tilkomu Chevrolet Corvette árið 1953 var unnið að öðrum og sambærilegum bíl hjá öðrum framleiðanda.

image
image
image

Thunderbirdinn varð fljótt vinsæll meðal kaupenda og fór sala hans hratt framúr Corvettunni.

Á öðru framleiðsluárinu voru gerðar minniháttar stílbreytingar. Þá gátu kaupendur valið um sérsmíðað hólf fyrir varadekkið sem staðsett var aftan á bílnum og kallað Continental kit. Einnig voru sett á bílinn kýraugu sem komið var fyrir í blæjunni. Þá stækkuðu Ford vélina í bílnum og buðu hann þá með tveimur vélarstærðum. 312 cu V8 var uppfærsla á staðlaðri 292 cu V8 með Y blokk.

image
image
image

Umræddur Ford Thunderbird bíll hefur verið smekklega endurbyggður. Liturinn kalla þeir Sunset Coral sem við myndum eflaust kalla bara laxableikan.

Bíllinn er búinn svart hvítri innréttingu og mjúkum toppi (blæju). Í þessum bíl er 312 cu V8 vélin með Cuise-O-Matic sjálfskitpingu.

image
image
image

Þessi fallegi bíll er einnig búinn nokkrum kostum sem finna mátti í fyrstu útgáfum bílsins eins og rafdrifnum sætum sem hægt var að stilla á alla vegu, hlíf yfir vél og brettahlífum sem ná niður fyrir hjólin, Town and Country útvarp, miðstöð, vökvastýri og Continental kit fyrir afturhjólið.

image
image
image

Fordinn er nýlega uppgerður og lítur einstaklega vel út í dag. Til að fullkomna lúkkið hefur verið sett undir bílinn sett af Kelsey Hayes teinafelgum og dekkin með hvítum hringjum.

image
image
image
image
image

Þessi er til sölu ef einhver hefur áhuga. Verðið er 49.900 USD.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is