Fyrsti rafbíll Rolls-Royce mun verða Spectre coupe

Umskipti í rafbíla eru „mikilvægasta augnablikið í sögu fyrirtækisins,“ segir forstjórinn

LONDON-Rolls-Royce mun setja sinn fyrsta rafmagnsbíl á markað árið 2023 í þeirri vegferð að selja aðeins rafknúna bíla eftir 2030.

Fyrsta farartæki „ofurlúxus“-vörumerkisins verður Spectre coupe, sagði fyrirtækið, sem er í eigu BMW í yfirlýsingu á miðvikudag.

Tveggja dyra bíllinn verður smíðaður á sama álgrunni og er nú undir öllum gerðum fyrirtækisins.

image

Væntanlegur Rolls-Royce Spectre rafmagnsbíll. Myndir af dulbúinni frumgerð af Spectre sem hafa verið sýndar, sýna að bíllinn mun hafa hallandi afturenda, svipað og Rolls-Royce Wraith.

Breyting Rolls-Royce yfir í rafbíla er mikilvægasta augnablikið í sögu fyrirtækisins síðan það var stofnað 1904, sagði forstjórinn Torsten Mueller-Oetvoes í tilkynningu fyrr í vikunni og fjallað var um hér.

image

„Ef hann er ekki til – hannaðu hann þá“ og „Fullkomlega hljóð- og útblásturslaus...þegar hann er ekki til,“ stendur á dularbúningi þessa nýja rafbíls frá Rolls-Royce

„Rafknúinn akstur hentar bílum Rolls-Royce á einstakan hátt og fullkomlega, frekar en nokkru öðru bílamerki,“ sagði hann. „Aksturinn er hljóðlaus, fágaður og myndar tog næstum samstundis og heldur áfram að framleiða gríðarlegan kraft."

Kemur í stað Rolls-Royce Wraith

Myndir af dulbúinni frumgerð af Spectre sem Rolls-Royce gaf út sýna að bíllinn mun hafa hallandi bakhlið að hætti Wraith coupe sem nú er hætt að framleiða.

Fylgir nafnahefð Rolls

The Spectre fylgir Rolls-Royce nafngiftarhefðinni með því að nota annað orð fyrir draug, eftir Wraith, Phantom og Ghost.

Sem breskt merki, notum við bresku stafsetninguna, en merking nafnsins er alþjóðleg.

image

Rolls-Royce Wraith – nýi Spectre verður arftaki hans.

Eins og með Wraith, eru hurðirnar með lömum að aftan, með handfang fyrir neðan hliðarspegilinn, og opnast því út að framan eins og algengt var á betri bílum í upphafi bílaaldar.“

Afhending á Spectre mun hefjast á fjórða ársfjórðungi 2023, sagði Rolls-Royce.

Tímasetningin þýðir að fyrirtækið mun þannig verða á undan breska keppinaut sínum Bentley á markað með fyrsta rafbílinn.

Kynning Rolls-Royce á Spectre

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is