• Þetta er fyrsta myndin af Corvette Z06 ekki í „dularbúningi“ en bíllinn er 600 hestöfl og með 5,5 lítra V-8 vél. Margir bíða spenntir eftir frumsýningu bílsins sem verður þann 26. október.
    • Z06 er sá fyrsti í röð afkastamikilla gerða Corvette.

Þegar rætt er um „alvöru“ sportbíla og nafn Corvettunnar frá Chevrolet kemur upp þá verða margir kátir. En þeir verða enn kátari eftir tæpan mánuð, því þá mun Chevrolet frumsýna nýja C8 Corvette Z06. Nú hefur fyrirtækið deilt fyrstu myndinni af nýja Z06, sem er laus við allt sem leynir atriðunum í útlitinu.

Nýi Z06 verður knúinn af 5,5 lítra V-8 vél, án forþjöppu, sem ætti að snúast á bilinu 8500 til 9000 snúninga á mínútu, vera með yfir 600 hestöfl og nota átta gíra sjálfskiptingu.

Myndir hafa sést af þessum bíl í prófunum samhliða Ferrari 458 Italia, sem notar einnig háhraða „flata“ (e. flat-plane) V-8-vél, þannig að það er augljóst hvert Chevrolet stefnir með þetta nýja afbrigði af Corvettunni.

image

Þessi mynd sem Chevrolet sendi frá sér er af staðlaðri gerð Z06, sem mun hafa aða loftfræðilega hönnun en tiltæka Z07 gerðin sem er hönnuð fyrir akstur á kappakstursbrautum.

Z07 „Performance-pakkinn“ ætti að innihalda hluti eins og meira áberandi framhluta, stærri væng, stífari fjöðrun, kolefna/keramikbremsur og kolefnistrefjafelgur með Michelin Pilot Sport Cup 2 R dekkjum.

En við munum fjalla betur um þessa nýju Corvettu eftir frumsýninguna þann 26. október.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is