Skoda stefnir á topp 5 í Evrópu

    • Skoda stefnir að því að komast fram úr Ford og Toyota og verða eitt af topp 5 vörumerkjum í Evrópu
    • Við ætlum að ná markmiðinu með því að koma sterkir inn í grunnflokki, segir forstjóri Skoda

Skoda stefnir að því að komast upp fyrir Ford og Toyota og verða meðal fimm efstu söluhæstu vörumerkja Evrópu á bílamarkaði árið 2030, sagði Thomas Schaefer forstjóri.

image

Skoda vonar að grunngerðir bíla eins og Fabia muni hjálpa til við að auka söluna. Mynd SKODA

Skoda er núna í 8. Sæti í Evrópu miðað við sölu byggt á gögnum frá 2020 frá iðnaðarsamtökunum ACEA sem telja skráningar í Evrópusambandinu, EFTA og Bretlandi.

Verða að komast upp fyrir Ford og Toyota

Skoda yrði að fara fram úr Ford og Toyota til að komast í fimm efstu sætin. Volkswagen vörumerkið var söluhæst í fyrra og síðan Renault, Peugeot, Mercedes-Benz og BMW.

Sala Skoda hefur aukist með nýrri kynslóð Octavia, sem er söluhæsti bíll fyrirtækisins, sem kom í sölu árið 2020.

Skoda er einnig að hefja sölu á Enyaq-rafknúna sportjeppanum, sem er fyrsta gerð Skoda byggð á MEB-palli VW.

image

„Hlutabréf okkar eru í sögulegu lágmarki. Það er ekkert sem við getum gert. Við verðum að vona að það róist á seinni hluta ársins“, sagði hann.

Skoda, stærsti útflytjandi Tékklands, afhenti 1.05 milljónir bíla á heimsvísu árið 2020, sem er 19 prósent minnkun milli ára í kjölfar faraldurs kórónaveirunnar, en yfir einnar milljóna markinu sjöunda árið í röð.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is