Hleðslulausnir

Nú erum við hjá Bílablogg á fullu í verkefni í samstarfi við Heklu sem lýtur að upplifun við að skipta yfir úr hefðbundnum bíl með brunavél yfir í bíl með rafmótor.

VW ID.4 frá Heklu

Umræddur bíll, VW ID.4 er rafmagnsbíll með um 500 kílmetra drægni. Rafhlaðan tekur um 77 kWst. og hægt er að hlaða bílinn í hraðhleðslu á um 40 mínútum og milli 7 og 8 tíma frá 20-80% í heimahleðslustöð sem gefur um 11 kWst. á klukkustund.

image

Spurningar sem vakna

Í þessum fyrsta þætti ætlum við að fjalla um hleðslulausnir. Margar spurningar vakna við skoðun á kaupum á rafbíl. Sumum finnst ef til vill flókið að pæla sig í gegnum öll þessi nýju hugtök og aðrar aðferðir við að ná sér í orku á bílinn.

Þetta er ekki svona flókið. Við ákváðum að taka hús á nokkrum sérfræðingum og báðu þá um að fara í gegnum helstu þættina sem spá þarf í varðandi hleðslulausnir þegar þú ert kominn á rafbíl.

image

Helstu sérfræðingarnir

Í þættinum er rætt við Sigurð Ástgeirsson, framkvæmdastjóra hjá Ísorku sem fer yfir mismunandi hleðslulausnir og veitir góð ráð. Guðmundur Jóhannsson hjá Bergraf og stál fer yfir það nýjasta í lausnum fyrir heimili og fyrirtæki sem snýr að uppsetningu hleðslulausna.

Þáttinn má sjá hér í spilaranum að neðan.

Þáttastjórnun: Pétur R. Pétursson

Myndataka og eftirvinnsla: Dagur Jóhannsson

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is