Sérútgáfan af Rolls-Royce Black Badge Ghost fær aðeins endurbættan undirvagn og svolítið meira afl

Ef venjulegi Rolls-Royce Ghost þótti ekki nógu sérstakur, þá hefur Rolls-Royce sett á markað nýja Black Badge sérútgáfu.

Eins og Black Badge Cullinan-útgáfan fær hann aukinn kraft, svartar áherslur að utan og endurbólstrað farþegarými sem er með - þú giskaðir á það - svörtu leðri.

image

53 til 71 milljón króna

Rolls-Royce hefur ekki gefið upp fast verð fyrir Black Badge Ghost, en fyrirtækið segir að verðið muni byrja í  um 300.000 pundum og að kaupendur geti auðveldlega ýtt þeirri tölu fram yfir 400.000 pund með nokkrum aukahlutum.

image

Meira að segja „silfurstyttan“ fremst á húddinu er orðin svört!

Svart grill og styttan er svört

Bæði grillið á Ghost og Spirit of Ecstasy styttan sem er fremst á vélarhlífinni eru úr svörtu krómi. Í stað þess að einfaldlega mála hlutina, þróaði Rolls-Royce sérstaka tækni við málmhúðun sem bætir „myrkvuðu lagi“ ofan á glansandi krómyfirborðið, sem þýðir að gljáinn sést eftir sem áður í gegn.

image

Í farþegarými ber helst að nefna svört demantsvatteruð áklæði, dökkkrómaðar miðstöðvartúður og einstakan þrívíddarspón, sem gerður er úr resinhúðuðum koltrefjum og málmhúðuðum þræði. Það er líka kampavínskælir á milli aftursætanna tveggja og baklýst listaverk fyrir mælaborð farþegamegin, sem lýst er upp með 152 LED ljósum.

image

Kælir fyrir kampavínið á milli aftursætanna!

image

12 strokka vélin er komin með meira afl!

Lúxusbíllinn er knúinn af „tjúnaðri“ útgáfu af 6,75 lítra V12 vélinni með tvöfaldri forþjöppu sem einnig  er að finna í hefðbundinni útgáfu af Rolls-Royce Ghost. Núna eru komin 29 hestöfl og 50 Nm tog til viðbótar, sem færir hámarksafköst bílsins í 592 hestöfl og 900 Nm. Afl er sent á öll fjögur hjólin með átta gíra sjálfskiptingu. Afkastageta hefur ekki verið staðfest, en aukakrafturinn ætti að gera Black Badge Ghost kleift að minnka 4,8 sekúndna hröðunartíma venjulega bílsins í sprettinum 0–100 km/klst.

Bættur undirvagn og fjöðrun

Til að mæta auknu aflinu hefur Rolls-Royce gert nokkrar breytingar á undirvagni Ghost. Þannig að fjöðrunarstillingunm hefur verið breytt  og það er komin hitaverjandi málning á bremsudælurnar. Punkturinn þar sem hemlarnir taka hefur einnig verið hækkaður og færsla fótstigsins fyrir inngjöfina er minni til að auka viðbragðið.

Fjórhjólastýri er staðalbúnaður og Rolls-Royce hefur komið fyrir nýrri loftfjöðrun með meiri afkastagetu sem fyrirtækið segir draga úr veltingi yfirbyggingar þegar beygt er mjög „ákveðið“ ef það er orðað pent.

En skoðum bara nokkrar myndir í viðbót af þessum glæsivagni:

image
image
image
image
image
image

(Frétt á vef Auto Express – myndir Rolls-Royce)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is