Tesla kynnir hraðskreiðasta bílinn sinn, Model S Plaid

    • Sportbíllinn er „hraðskreiðari en nokkur Porsche, öruggari en nokkur Volvo,“ segir Musk

Tesla var að kynna á markaði nýja öfluga útgáfu af Model S, með það að markmiði að endurvekja áhuga á næstum áratugs gömlum fólksbíl og verjast keppinautum eins og Porsche, Mercedes-Benz og Lucid Motors á lúxus rafbílamarkaðnum.

image

Model S Plaid býður upp á litla breytingu í útliti en hleðst hraðar á Tesla hraðhleðlsutöðvum, er með rúmbetra aftursæti og bætt afþreyingarkerfi.

„Þessi bíll malar“, sagði Musk á kynningarviðburði að kvöldi sem haldinn var í bandarísku verksmiðju Tesla í Fremont í Kaliforníu á fimmtudaginn. „Sjálfbærir orkubílar geta verið hraðskreiðustu bílarnir, verið öruggustu bílarnir, verða þeir sem vekja mesta athygli á allan hátt“, sagði hann.

Gerðin er „hraðskreiðari en nokkur Porsche, öruggari en nokkur Volvo,“ sagði Musk, klæddur svörtum leðurjakka, eftir að hann keyrði Model S Plaid niður braut og á sviðið.

Frumkynningin á Model S Plaid, sem þegar hefur verið sýndur á netinu, hefur orðið fyrir töfum og nokkrum deilum vegna væntanlegs okstýris sem svipar stýri í flugvél.

Model S Plaid er með hröðun frá 0 til 97 km/klst. á 1,99 sekúndum og áætluð akstursdrægi er 628 km.

Þó að bíllinn bjóði litla breytingu í útliti, þá hleðst Plaid S hraðar á hreðhleðslustöðvum Tesla, er með rúmbetra aftursæti og endurbætt afþreyingarkerfi.

image

Musk sagði að skemmtunar- og afþreyingarkerfið væri svipað og í PlayStation5 en hljóðkerfið væri með svipaða upplifun og heimabíó.

„Ef þú hugsar um hvar framtíð bílsins er, oft í sjálfstýringu eða sjálfkeyrsluham, þá verður skemmtun sífellt mikilvægari,“ sagði Musk.

„Þú munt vilja horfa á kvikmyndir, spila leiki, nota internetið.“ sagði hann.

Þörf fyrir endurnýjun

Það hefur verið löngu tímabært að Model S, bíllinn sem var bylting hjá Tesla, fengi endurnýjun. Setningin „Plaid Mode“ („köflótt stilling“) er tilvísun í gamanmyndina Spaceballs frá 1987 með Mel Brooks í aðalhlutverki.

„Ég held að Tesla verði að bjóða neytendum eitthvað meira eins og nýja og skemmtilega hluti.“

„Model S Plaid er örugglega ætlað að hjálpa til við að draga úr flótta núverandi Tesla eigenda frá Tesla,“ sagði Ed Kim, hjá AutoPacific.

„Ég held að það sem við erum að sjá núna er að Tesla getur ekki lengur starfað í tómarúmi“.

Hann sagði að Model S Plaid væri gerð í litlu magni sem miðaði að því að sýna bílaframleiðandann og mynda spennu í kringum fólksbílinn, þar sem Tesla þyrfti að koma með nýjar gerðir, þar á meðal Cybertruck og Semi vörubílum til að stækka hóp viðskiptavina.

(Reuters - Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is