Komu Ariya á markað seinkar

    • Nissan seinkar komu á Ariya rafdrifna flaggskipinu vegna skorts á hálfleiðurum og vegna COVID-19
    • Þetta er fyrsti nýi rafbíll bílaframleiðandans í næstum áratug

TOKYO - Nissan seinkar komu flaggskipsins Ariya, rafknúna sportjeppans á markað, og undirstrikar þá baráttu sem bílaframleiðendur standa frammi fyrir þegar þeir reyna að koma á markað nýjum bílum vegna viðvarandi skorts á hálfleiðara.

„Sala í Bandaríkjunum og Evrópu mun væntanlega hefjast um tveimur mánuðum síðar,“ sagði Hoshino.

Hoshino gerir ráð fyrir að tugir þúsunda Ariya verði seldir á fyrsta söluári, með mesta eftirspurn í Evrópu.

image

Nissan býst við að mesta eftirspurn eftir Ariya muni koma frá Evrópu.

Ariya er fyrsti nýi rafbíllinn frá Nissan í næstum áratug eftir að Leaf hlaðbakurinn kom á markað.

„Fyrir ári síðan tilkynntum við að við værum að miða við þetta ár, en eftir það hefur COVID-19 seinkað lengur en við bjuggumst við og einnig er það spurning um skort á hálfleiðara,“ sagði Hoshino.

Baráttan við að koma nýjum gerðum á lofti vegna skorts á tölvukubbum á heimsvísu er nokkuð sem bílaframleiðendur standa frammi fyrir. En nauðsynin á liðlegri markaðssetningu Ariya er sérstaklega bráð fyrir Nissan.

Nissan reiknar með 12 nýjum gerðum sem fyrirtækið mun senda frá sér á 18 mánuðum fram í nóvember til að auka söluna.

Hingað til hafa gerðir eins og Nissan Rogue fengið góðar viðtökur á mörkuðum eins og Bandaríkjunum og Ashwani Gupta, framkvæmdastjóri Nissan, sagði að bætt gæði fyrirtækisins með nýju gerðum hafi hjálpað til við að draga úr tapi fyrir fjárhagsárið 2020 sem nýlega lauk.

image

En sókn nýja bílsins frá Nissan kemru á tíma þar sem skortur á hálfleiðurum og tölvukubbum gerir það erfiðara að búa til ökutæki með hátæknieiginleika.

„Í sumum löndum er sagt að Nissan hafi ekkert andlit," sagði Hoshino. „Nissan er tæknifyrirtæki og með komu Ariya vonumst við til að snúa þessu við".

Nissan gerir ráð fyrir að skortur á tölvukubbum muni hafa áhrif á um 500.000 einingar af framleiðslunni á þessu reikningsári. Nissan er að forgangsraða vinsælustu gerðum sínum í framleiðslu á og stefnir að því að endurheimta um það bil 50 prósent af tapaðri framleiðslu þess á síðari hluta ársins.

(Automotive News Europe - Bloomberg og Reuters)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is