Rimac Nevera er mættur til leiks

Fyrir stundu var Króatíska raftækniundrið Rimac C Two nefndur eftir náttúruafli eða veðurfyrirbærinu Nevera.

Nevera er Króatískt heiti á stormi sem kemur gjarnan fyrirvaralaust frá Adríahafi (partur af Miðjarðarhafi) en fyrir utan mikinn vind fylgja storminum mikið regn og eldingar.

En þó það hafi ekki verið meiningin þá rímar þetta ágætlega við New Era sem þýðir nýtt tímabil á ensku.

Bíllinn er hannaður frá grunni það er ekki eitt einasta stykki í honum sem má finna í neinum öðrum bíl.

Það verða smíðuð 140 eintök sem eru öll þegar seld og smíðin hefst í júlí. Líklega verða fleiri smíðaðir seinna mögulega í uppfærðri útgáfu.

Hér koma áhugaverðar tölur

Hámarkshraði 412 km/klst

Hér annað myndband sem er einskonar sölumyndband en eins og áður sagði eru allir bílarnir seldir. En gott myndband samt.

Ef einhver kaupir bílinn á Íslandi þá er ég opinn fyrir þeim möguleika að fá að sitja í bílnum og fara á rúntinn.

Mynd: Autoexpress.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is