Ford F-150 rafmagns pickup með allt að 480 km. drægni

    • Allt að 4.5 tonna dráttargeta

Jæja, kaninn er kominn á kaf í rafmagnið. Það er ekki annað hægt að segja þegar Ford kynnir F-150 með rafhlöðu og rafmagnsmótorum. F línan hefur verið ein sú söluhæsta í Bandaríkjunum um árabil og ákvörðun Ford um að bjóða pickuppana í rafmagnsútgáfu eru hávær skilaboð um að nú séu gömlu kaggarnir að detta í rafmagnið.

image
image

Úrval gerða

F-150 bíllinn mun koma í fjögurra dyra Super Crew útgáfu með um 1700 mm. palllengd (vinsælustu útgáfu bílsins). Lightning útgáfan eins og rafmagnsgerðin er kölluð verður boðin í XLT, Lariat og Platinum ásamt einhverjum “vinnubíls” gerðum.

Tvær rafhlöðustærðir

Hægt verður að fá bílinn með minni og stærri rafhlöðueiningum. Hægt verður að fá stærri pakkann sem valkost í XLT og Lariat gerðunum en stærri pakkinn er staðalbúnaður í Platinum bílnum. Kagginn kemur með tveimur rafmótorum og fjórhjóladrifinn (annað væri það nú). Bíllinn með minni rafhlöðupakkanum er 426 hestöfl á meðan sá stærri er 563 hestöfl.

image
image

Minni rafhlaðan er að koma bílnum um 370 km. og með þeirri stærri um 480 km. Gæti verið að Platinum bíllinn fara ívið styttra sökum búnaðar.

Með 150 kWst. hleðslustöð er hægt að hlaða bílinn á um 45 mínútum frá 15% upp í 80%.

Kaninn hefur meira að segja hannað bílinn þannig að þú getur lýst upp meðalheimili í þrjá daga – en það er svosem ekkert sem við hér heima þurfum á að halda – enda eigum við nóg af rafmagni. Það þarf bara að vera hægt að komast í það.

image
image

Ford F-150 Lightning getur dregið allt að fjögur og hálft tonn með stærri rafhlöðupakkanum en uppgefin dráttargeta með minni pakkanum er um þrjú og hálft tonn. Burðargeta er um tonn.

image
image

Vigtar farminn

Nýr F-150 Lightning verður að sjálfsögðu stúfullur af nýjustu tækni frá Ford. Allt að 15 tommu snertiskjár, SYNC 4A samskiptakerfi, Blue Cruise hands-free búnaður sem er partur af Co-Pilot 360 kerfinu.

Pro Trailer aðstoðarkerfi sem stýrir, bremsar og hraðar sjálfkrafa þegar eftirvagn er tengdur við bílinn. Ræsing og læsing í gegnum snjallsíma.

Þyngdar og rýmisskynjun á palli sem hjálpar til við að áætla drægni miðað við hleðslu bílsins. Hægt verður að uppfæra kerfi bílsins yfir netið (eins og hægt er í hinum nýja Ford Mustang Mach E).

image
image

Verðið er áætlað frá 6.5 milljónum út úr búð í Bandaríkjunum.

Framleiðsla á að fara af stað á næsta ári í verksmiðju Ford í Rouge River.

image
image
image

Byggt á grein Autoblog.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is