Færri fá Land Rover Defender tengitvinnbílinn en vilja

    • Jaguar Land Rover á í erfiðleikum með að anna eftirspurn eftir nýjum Defender í tengitvinngerð
    • Biðlistinn eftir bílnum nær næstum 100.000 bílum þar sem evrópskir kaupendur vilja rafmagnaðar gerðir með lága losun CO2

Nick Gibbs hjá Automotve News Europe fræðir okkur á því að Jaguar Land Rover situr uppi með pöntunarlista upp á tæplega 100.000 ökutæki. Fyrirtækið berst við að anna eftirspurn eftir nýjum Land Rover Defender jeppa vegna skorts á örflögum.

image

Eftirspurn eftir nýja Defender hefur hjálpað til við að keyra upp pantanir hjá JLR.

„Þetta er afleiðing vandamála varðandi framboð“, sagði Mardell og vitnaði í skort á hálfleiðara og örflögum og vandamál varðandi framleiðslu á tengitvinnbílum. „Búast við að pöntunarbækurnar verði eðlilegar eftir sex, níu eða tólf mánuði,“ sagði hann.

Flestar pantanirnar á biðlistanum eru frá meginlandi Evrópu og heimamarkaði fyrirtækisins í Bretlandi, sagði Mardell.

Thierry Bollore, forstjóri JLR, sagði að fyrirtækið missti 7.000 einingar í framleiðslu vegna hálfleiðaraskorts á síðasta ársfjórðungi fyrirtækisins sem lauk 30. mars.

Mikil eftirspurn eftir tengitvinnbílum

Pantanir á tengitvinnbílum frá JLR hafa sérstaklega aukist þar sem viðskiptavinir í Evrópu leitast við að nýta sér lægri skattaáhrif vegna minni losunar koltvísýrings í akstri.

„Það er sérstök áhersla á tengitvinnbíla. Þeir hafa haft mikil áhrif á markað okkar“, sagði Mardell. „Sumir þeirra eru með 12 mánaða biðlista svo greinilega að þeir viðskiptavinir verða að vera mjög þolinmóðir við okkur.“

Mardell tjáðis eig ekki nánar varðandi vandanálin í framleiðslu tengitvinnbíla en fyrirtækið gerði hlé á sölu Range Rover Evoque og Land Rover Discovery Sport P300e tengitvinngerðanna í október síðastliðnum vegna vanda vegna yfirlýstu CO2 í útblæstri þeirra.

Tap á fullu ári

Jaguar Land Rover tapaði 861 milljón punda á fjárhagsárinu sem lauk 30. mars eftir að hafa afskrifað 952 milljónir punda ($ 1,2 milljarða) vegna niðurfellingar á stórum hluta af „Modular Longitudinal Architecture“ og annarrar 571 milljón punda endurskipulagningarkostnaðar.

Án afskrifta var framlegð JLR á EBIT um 2,6 prósent á árinu.

Fyrirtækið hefur dregið úr metnaði sínum varðandi magn undir stjórn nýs forstjóra, Thierry Bollore, þar á meðal að breyta Jaguar í vörumerki rafbíla frá árinu 2025 og hætta við markmið um eina milljón bíla á ári.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is