Nýr Volkswagen Nivus kemur til Evrópu seinni hluta ársins 2021

    • Nýr Volkswagen Nivus er coupé-sportjeppaútgáfan af T-Cross og hann mun keppa við Toyota C-HR þegar hann kemur til Evrópu síðar á þessu ári

Volkswagen hefur staðfest að það muni flytja litla coupé sportjeppann sinn, Nivus, til Evrópu seinni hluta ársins 2021.

image

Volkswagen Nivus – kom fyrst á markað í Brasilíu á síðasta vori – en er núna líka á leiðinni til Evrópu.

„Seinni hluta þessa árs munum við sjá kynningu á nýrri sportlegri gerð fyrir Evrópu," sagði hann. Á kynningunni var sýnt að bíllinn komi á markað á þriðja eða fjórða ársfjórðungi, sem þýðir að kynning með haustinu er líkleg, þar sem sala hefst fyrir veturinn.

image

VW Nivus er byggður á MQB A0 grunni, minnsta útgáfan af mátpalli VW Group og sama arkitektúr og bæði T-Cross ssportjeppinn og núverandi Polo.

image

Hann er aðeins lengri en T-Cross í heild, 4.266 mm, en þaklína bílsins situr um 10 mm lægra. Bíllinn mun veita VW stílmiðaðan lítinn sportjeppa - hugsanlegan keppinaut bíls eins og Toyota C-HR - á sama tíma og sala á þessu markaðssvæði eykst.

image

Í Suður-Ameríku er bíllinn seldur með valkosti á einni vél, 1,0 lítra þriggja strokka bensínvél, og líklega myndar það einnig kjarna evrópsku línunnar. Það er þó mögulegt að VW gæti einnig boðið upp á öflugri útgáfur af ökutækinu með 1,5 lítra fjögurra strokka vél.

image

Engar dísil- eða blendingsútgáfur eru líklegar, fyrst og fremst að hluta til til að halda verðlagningu á viðráðanlegri hátt.

image

Polo og T-Roc eiga að fá andlitslyftingu

Brandstatter staðfesti einnig, á meðan, að Polo og T-Roc módelin eiga að fá andlitslyftingar á þessu ári til að „auka hönnun, gæði og stafræna myndun“. Búist er við að Polo fá uppfærslur sínar fyrir sumarið en stærri T-Roc sportjeppinn er merktur á síðasta fjórðungi ársins 2021.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is