BL hefur tekið við umboði fyrir rafbíla Invicta Electric

BL hefur tekið við umboði fyrir rafknúin farartæki frá spænska fyrirtækinu Invicta Electric sem selur mismunandi gerðir 100% rafdrifinna fólks- og sendibíla ásamt rafknúnum reiðhjólum, rafmagnsvespum og rafskútum.

image

Invicta Electric D2S

Til kynningar fyrir viðskiptavini hefur BL þegar nýskráð fyrstu tvö eintök rafknúna borgarsmábílsins Invicta Electric D2S sem hægt er að kynna sér í sýningarsalnum við Sævarhöfða ásamt því að prófa reynsluakstursbíl.

Til viðbótar við 5 ára ábyrgð er staðalbúnaður D2S meðal annars álfelgur, leðursæti, Bluetooth, bakkmyndavél og fjarlægðarskynjarar að aftan.

Verð á Invicta Electric D2S er 2.490.000 kr. Nánar verður greint frá öðrum gerðum farartækja Invicta Electric er nær dregur formlegri kynningu merkisins hjá BL.

image
image

87% söluaukning hjá BL í apríl

Í apríl voru 893 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi og voru 174 af merkum sem BL hefur umboð fyrir eða 19,5%. Hjá BL varð 87% aukning nýskráninga miðað við sama mánuð 2020 þegar 93 bílar frá BL voru nýskráðir.

Dacia og Renault vinsælastir

Dacia og Renault voru söluhæstu merki BL í apríl, með 36 nýskráningar hvort merki, og Hyundai næst söluhæst með 32 nýskráningar. Þar á eftir komu gerðir Land Rover með 24 nýskráningar.

Af heildarfjölda nýskráðra merkja frá BL í mánuðinum voru 64 nýorkubílar; 38 hreinir rafbílar og 26 tengiltvinnbílar.

Hreinu rafbílarnir voru flestir frá Nissan og Hyundai með 13 skráningar hvort merki, og af tengiltvinnbílum voru flestir frá BMW eða tólf.

Veglegir aukahlutapakkar fylgja völdum nýjum

Á Ferðadögum sem nú standa yfir hjá BL við Sævarhöfða býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum sem kaupa nýjan BMW, Dacia, Isuzu, MINI, Nissan, Renault eða Subaru upp á aukahluti að eigin vali fyrir sem nemur þrjú hundruð þúsund krónur. Þar á meðal eru þakboga, hjólafestingar á topp eða dráttarkrók og fleira.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is