Jæja, hér er eitthvað sem við munum ekki sjá á hverjum degi

Mercedes Benz SLS AMG Electric Drive er til sölu. Margir muna eflaust eftir þessum sérstaka bíl þegar Mercedes hleypti honum af stokkunum snemma á síðasta áratug og vakti gríðarlega ahygli.

Það sem mennn muna kannski síður er sá fjöldi bíla sem var framleiddur af þessari gerð.

Mercedes skrúfaði aðeins níu svona stykki saman sem gerir hann að ansi sjaldgæfum og eftirsóknarverðum safngrip í ofurbílaflokknum.

image

Ásett verð eru tæpar 158 milljónir.

image

Það er reyndar einn til sölu núna. Hann er í þessum ofur-eftirtektarverða lit sem er hluti af vörumerki gripsins og heitir Green electric.

Mercedes ætlaði sér frekari landvinninga með þennan bíl en eftirspurnin var ekki fyrir hendi og náði aldrei flugi.

Verðmiðinn var líka ansi hár í upphafi eða um 417 þúsund dollarar. Það gerði að verkum að meðalmaðurinn var ekki á lista yfir kaupendur bílsins. Það var svosem ekki mikil eftirspurn eftir rafmagnsbílum á þeim tíma sem bíllinn var kynntur – og sérílagi ekki rafmagns sportbílum.

image
image

Tveir eigendur frá upphafi

Þetta eintak er nú boðið til sölu af öðrum skráðum eiganda bílsins. Bíllinn var upphaflega afhentur í Sviss en er nú skráður í Hollandi.

Ökutækið er ekið um 3.780 kílómetra sem gerir um 483 kílómetra akstur að meðaltali á ári.

Miðað við að Benzinn er með 60 kW stunda rafhlöðu sem gefur um 245 kílómetra akstursdrægni að meðaltali er ljóst að rafmagnskostnaður vegna hleðslu ætti ekki að hafa plagað eigendur bílsins.

image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is