2022 Jeep Compass fyrir Evrópu með flottara innanrými

Það er ekki oft sem nýir eða uppfærðir jeppar frá Jeep eru afhjúpaðir í Evrópu á undan Bandaríkjunum, en fer Evrópa með aðalhlutverkið. Ný útfærsla á Jeep Compass er staðreynd og breytingarnar eru frekar verulegar.

Bandaríska bílavefsíðan Autoblog fræðir okkur á þessu og eru greinilega spenntir.

Mestar breytingar í innanrými en aðeins á útlitinu líka

Fókusinn fór að mestu í innréttinguna í Compass en við munum sjá að framendinn fékk líka nokkra athygli. Það er stærra grillsvæði með möskvahönnun í framstuðara.

image

2022 Jeep Compass Trailhawk 4xe með innanrými fyrir Evrópumarkað- Myndir: Jeep.

Jeep lét Compass ganga í gegn um mikla endurhönnun á innanrýminu og hann lítur mjög breyttur miðað við núverandi bíl.

Þar sem allt leit upprétt og frekar óvandað áður, byggir nýi Compass á breiðum, láréttum línum og er mun glæsilegri en við höfum búist við frá bíl frá Jeep á hagstæðu verði, segja þeir hjá Autoblog.

Þetta minnir meira á Grand Wagoneer og Grand Cherokee L.

Evrópa fær áfram hinn ljúfa tengitvinnbíl 4xe, sem Ísband kynnti hér á landi fyrr í vetur, en Jeep hefur ekki skuldbundið sig til að bjóða þá aflrás í Bandaríkjunum enn þá.

En látum myndirnar segja sína sögu um breytingarnar á 2022 árgerð Jeep Compass!

image
image
image
image
image
image
image
image

(frétt á Autoblog)

VÍDEÓ um Compass

og annað lengra VÍDEÓ um breytingarnar á Compass...

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is