Mercedes-Benz selur Smart verksmiðjuna í Frakklandi

    • Fyrirtæki áætlar alþjóðlega „endurskipulagningu á afkastagetu“ en segir að Smart-bílar verði áfram framleiddir á staðnum

image

Framleiðsla á Smart verksmiðjunni í Frakklandi.

image

Smart-verksmiðjan í Hambach.

Mercedes-Benz hefur tilkynnt um áform um að loka verksmiðju sinni í Hambach, Frakklandi, þar sem bílar með Smart-vörumerkinu eru nú framleiddir, sem liður í aðgerðum til að draga úr kostnaði og hagræða framleiðslukerfi þess - og í kjölfar þeirrar miklu breytingar sem rafvæðing bílaframleiðslu.

Verksmiðjan í Moselle-héraði í Frakklandi, upphaflega þekkt sem ‘Smartville’, opnaði árið 1997 til að smíða bíla fyrir Mercedes. Þar eru nú framleiddir rafbílarnir Smart EQ Fortwo og EQ Fortwo Cabriolet. Um það bil 1600 starfsmenn starfa nú á staðnum.

Árið 2018 tilkynnti Mercedes um það að setja 500 milljónir evra í aðstöðuna til að uppfæra hana fyrir rafbílaframleiðslu, með áform um að smíða minni Mercedes EQ gerð ásamt Smart línunni. En á síðasta ári seldi Mercedes-Benz 50% af Smart vörumerkinu til kínverska fyrirtækisins Geely, með framleiðslu framtíðarmódela sinna til Kína sem hluti af samningnum - og það skapaði spurningar um framtíð Hambach-svæðisins.

Þýska fyrirtækið sagði að þörfin á að fjárfesta í rafvæðingu og stafrænni þróun bifreiða og draga úr losun koltvísýrings frá framleiðslu ásamt efnahagslegum áhrifum Covid-19 þýddi að það þyrfti að gera ráðstafanir til að „bæta sjálfbæran kostnað og verða verulega skilvirkari “.

Einn stjórnarmanna Mercedes, Markus Schäfer sagði: „Mikilvægt markmið fyrir okkur er að tryggja framtíð staðarins. Annað skilyrði: núverandi Smart gerðir verða áfram framleiddar í Hambach.“ Ekki liggur fyrir hvort Mercedes hyggst reka verksmiðjuna þar til að skeiði núverandi Smart-gerða lýkur, eða hvort það verður hluti af samningnum við nýjan kaupanda verksmiðjunnar.

image

Hambach-verksmiðjan hefur smíðað meira en 2,2 milljónir Smart ForTwo bíla síðan hún opnaði árið 1997. Framleiðslan verður flutt til Kína.

Mercedes hefur áður tilkynnt áætlanir um að smíða rafbíla í þýsku verksmiðjum sínum í Bremen, Rastatt og Sindelfingen og mun framleiðsla á ónefndri EQ gerð sem smíðuð verður í Hambach líklega færast yfir á einn af þessum stöðum.

(Automotive News Europe og Reuter)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is