Nýr BMW i4 rafbíll opinberaður með um 590 km aksturssvið

    • Rafknúinn BMW i4 árgerð 2021 mun fara í sölu síðar á þessu ári en einnig hefur verið staðfest koma á sportlegri „M Performance“-gerð.

BMW hefur kynnt nýja keppinaut sinn sem keppa mun við Tesla Model 3 - i4 - fullkomlega rafknúinn fjögurra hurða fólksbíl með mýkri línur en BMW 3-línan. BMW i4 verður til sölu í Evrópu í haust.

image

Ný bíllinn var kynntur þremur mánuðum á undan upphaflegri tímaáætlun vörumerkisins á árlegri fjárhagsuppgjörsráðstefnu BMW.

Sölustjórinn Pieter Nota segir bílinn vera „hjara BMW-vörumerkisins, núna rafdrifinn“.

Framleiðsluútgáfunni svipar sterklega til Concept i4 sem kom fram í fyrra, og þó að hann hafi verið opinberaður með bláum litum BMW i-bílanna, hefur BMW einnig staðfest að það verði sportlegri útgáfa af i4 í boði, með „M Performance“ útgáfu í pípunum.

image

BMW mun greina nánar frá öllu um i4 á næstu vikum; ekki liggja enn endanlegar tækniforskriftir og vörumerkið hefur heldur ekki opinberað innréttingu bílsins.

image

I4 notar fimmtu kynslóð eDrive rafmótora fyrirtækisins og verður með 80kWh rafhlöðu sem liggur lágt í undirvagni bílsins.

BMW segir að kerfið (rafgeymir og mótorar saman) hafi verið hannað til að vera létt, um í 550 kg, sem gerir i4 kleift að vera með hröðun frá 0-100 km/klst á um fjórum sekúndum og ná hámarkshraða „meira en 200 km/klst“.

image

Robert Irlinger, yfirmaður i-deildar BMW, gaf Auto Express snemma forsýningu á fyrirhugaðri rafhlöðutækni fyrir i4 á bílasýningunni í Frankfurt 2019 og sagði okkur að BMW hefði „spurt viðskiptavini; það virðist vera að upphafspunkturinn fyrir i3 í byrjun hafi verið í lagi.

En það lítur út fyrir að nú séu 300 km það lágmark sem þú getur boðið til að hafa viðurkennt aksturssvið fyrir viðskiptavini. “

Irlinger hélt áfram: „Svo er keppni - Tesla, Audi og Mercedes eru að ná 400 km í WLTP. Svo það virðist vera aftur yfir 300 km - allt að 600 km eða 700 km . En ef þú skoðar tölurnar sem við höfum þegar talað um þá verður aksturssvið iX3 lengra en 400 km og i4 verður um 600 km“.

image

Irlinger viðurkenndi einnig að BMW gæti boðið i4 með val á rafhlöðugetu á mismunandi verðpunktum. „Það gæti verið að mismunandi aksturssvið séu góð lausn“, sagði hann.

„Ef það er rétt að 300 km dugi sumum viðskiptavinum, þá gæti verið skynsamlegt að gera 300 km útgáfu og 600 km útgáfu.

„Við verðum auðvitað að skoða eftirspurnina, vegna þess að hingað til höfum við fundið að viðskiptavinirnir hafa tilhneigingu til að kaupa alltaf stærri rafhlöðuna hvort eð er.

(frétt á Auto Express – myndir BMW)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is