Sannleikurinn um Bjössa á mjólkurbílnum

Fyrir fáeinum dögum birtist hér grein um bíla í íslenskum lagatextum og var sú grein vissulega skrifuð til gamans. Við vinnslu þeirrar greinar ákvað undirrituð að sleppa hinu margfræga lagi Bjössi á mjólkurbílnum. Fyrir því er góð og gild ástæða og verðskuldar Bjössi heila grein. Hér er hún!

Á meðal merkra manna er fæddust 1918

Var Bjössi til í raun og veru? Það er nú góð og gild spurning, enda ekki allir sem gera sér grein fyrir að hann var einmitt raunveruleg persóna. Byrjum samt á fyrsta erindi textans (sem saminn var við ítalska lagið Poppa Piccolino), til upprifjunar:

Þó okkar maður hafi ekki fengið nafnið Jón heldur Björn þá var hann engu að síður á meðal þess góða fólks sem fæddist þetta árið og má þess geta að nafnið Björn var níunda algengasta karmannsnafnið á þessum árum en nóg um nöfn í bili!

Gaman er að segja frá því að ekkert annað ár hafa fleiri Nóbelsverðlaunahafar fæðst en einmitt árið 1918. Þeir urðu 20 talsins sem síðar á ævinni unnu til þeirra merkilegu verðlauna og var Nelson Mandela á meðal þeirra. Þó að Björn hafi nú ekki verið einn Nóbelsverðlaunahafanna þá gerði hann margt gott á ævi sinni eins og vikið verður að hér á eftir.

Dugnaðarforkurinn Björn

Þá ættuð þið, lesendur góðir, að vera komnir í hundrað ára gamlan gír og leggjum þá af stað:

Sem ungur maður í Vík vann Björn hin ýmsu störf sem til féllu og fór eitthvað á sjó líka.

Stökkvum nú yfir nokkur ár í umfjölluninni og lendum um það bil á árinu 1943 (þetta er ekki hárnákvæmt ártal). Björn vann fyrir sér sem bifreiðastjóri hjá Kaupfélagi Skaftfellinga en þá var mjólk flutt af svæði kaupfélagsins og farið með hana til Mjólkurbús Flóamanna. Hvað sem því líður þá flutti Björn Bergsveinn frá Vík til Reykjavíkur árið 1947, tæplega þrítugur.

image

Mjólkurbíll frá fyrri tíð. Glöggur lesandi benti á að maðurinn á myndinni er Gestur Hjörleifsson (1908-1995) en hann var fyrsti mjólkurbílstjóri Svarfdælinga. Myndin er af vefnum skjaladagur.is

Hvorki ökufantur né alræmt kvennagull

Farþeginn, sem um ræðir, var enginn annar en hinn óviðjafnanlegi Loftur Guðmundsson, sem minnst er á hér því það er einmitt maðurinn sem þýddi Tinnabækurnar yfir á okkar ástkæra og ylhýra. Loftur var þá blaðamaður á Alþýðublaðinu og þótti bæði hnyttinn þýðandi og snjall penni.

image

Þeim Birni og Lofti hefur eflaust verið boðið inn í kaffi á nokkrum bæjum á leið þeirra til Víkur um árið.

Starf mjólkurbílstjóra var margþætt á þessum árum og fólst að hluta til í því að koma pökkum á milli staða.

Því stoppuðu þeir Loftur og Björn eflaust á mörgum stöðum á leiðinni til Víkur og fór ekki framhjá Lofti að bílstjórinn var greiðvikinn, vinsæll og léttur í lund.

Ekki þurfti meira til en það og útkomuna þekkjum við í textanum við ítalska lagið Poppa Piccolino sem varð einfaldlega að: Bjössi á mjólkurbílnum.

Nágrannarnir Loftur og Haukur Morthens

Nú kann maður að spyrja sig hvernig í ósköpunum stóð á því að Loftur þurfti að semja íslenskan texta við hið vinsæla lag Poppa Piccolino? Lagið er eftir Vittorio Mascheroni og naut mikilla vinsælda í Evrópu á árunum 1952-1954.

Segir tengdasonur Björns svo frá, sem fyrr var vísað í, að í Skipasundinu í Reykjavík hafi um miðja síðustu öld búið hlið við hlið þeir Haukur Morthens og fyrrnefndur Loftur Guðmundsson.

Loftur hugsaði um þetta í einhvern tíma og braut heilann um hvers konar texti kynni að henta laginu. Og þannig var það nú! Þegar Loftur fékk far með Birni bílstjóra varð textinn til.

Dapurleg örlög hjónanna Björns og Ólafar

Síðar, eða árið 1966, stofnaði Björn fatahreinsun ásamt félaga sínum. Innan fáeinna ára höfðu þau Björn og kona hans, Ólöf Helgadóttir eignast fatahreinsunina að fullu og gekk reksturinn vel, eftir því sem lesa má í minningarorðum um hjónin. Seldu þau fyrirtækið eftir tveggja áratuga rekstur og nutu lífsins í sælureit sem þau hlúðu að í heimasveit Ólafar. Þar áttu þau sumarbústað sem þau endurbættu og gerðu að heilsárshúsi. Þau sinntu skógrækt, veiddu silung og nutu lífsins.

Hafðir þú gaman af þessari grein? Þá gætir þú haft áhuga á:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is