Staðfest að nýr Volkswagen ID.5 coupe-sportjeppi komi í framleiðslu

Volkswagen ID.5 verður einbeittari útgáfa af ID.4 og nýtir sér vaxandi þróun í átt til coupe-sportjeppa

image

Auto Express virti frétt þess efnis að Volkswagen hafi staðfest að fyrirtækið muni brátt setja á markað hreinan rafknúinn sportjeppa, kallaðan ID.5. Nýja gerðin er þegar komin á stig forframleiðslu - og fullbúinn bíll á að fara í sölu seinni hluta þessa árs. Þegar hann kemur á markað mun ID.5 keppa við Citroen e-C4 og væntanlegan Kia CV.

Í meginatriðum mun Volkswagen ID.5 vera endurgerð útgáfa af ID.4, sem þýðir að hann verður byggður á sama MEB-grunni VW Group fyrir rafknúna bíla og hefur því aðgang að sama úrvali aflrása og rafhlöðu pakka.

Staðfestingin á stöðu smíði bílsins fyrir framleiðslu kom í síðustu viku í þýskum fjölmiðlum, en smíða á bilinn í Zwickau rafbílaverksmiðju VW í Þýskalandi, þar sem ID.3 og ID.4 eru einnig framleiddir.

image

Líkt og Volkswagen ID.4 mun fyrsta gerð af ID.5 líklega vera með 201 hestafla rafmótor sem er festur á afturöxul og 77kWh rafhlöðu. En vegna minni loftmótsstöðu bílsins gæti aksturssvið hans aukist miðað við 500 kílómetra svið ID.4.

Efst í ID.5 línunni verður öflugt GTX afbrigði, sem mun hafa sömu tveggja mótora, fjórhjóladrifnu aflrásina og Skoda Enyaq vRS. Þessi tækni er einnig í boði á ID.4 og er 302 hestöfl, sem dugar fyrir 0-100 km/klst á 6,2 sekúndum.

image

Að framan er ID.5 með svipað útlit og ID.4, með kunnuglegum LED-ljósum og næstum eins stuðara. Hins vegar hefur róttækum rennihurðum hugmyndabílsins verðið kastað fyrir róða í framleiðslunni og B-stoðirnar hafa verið settar aftur í, líklegan til kostnaðarlækkunar og öryggis.

Kaupendur fá einnig nýjasta aukabúnað Volkswagen, svo sem vísun upplýsinga í sjónlínu ökumanns og nýtt ‘Hello ID’ raddstýringarkerfi.

image

Það má lesa á vefsíðum að ID.5 verði aðeins minna hagkvæmur en ID.4. Þaklínan mun líklega minnka höfuðrýmið í aftursætinu, en hallandi afturendinn gæti rænt nokkurn farangursrými. Með aftari bekkinn á sínum stað er ID.4 með 543 lítra farangursrými en ID.5 kaupendur gætu þurft að fórna meira en 100 lítrum af plássi fyrir útlitið.

(byggt á frétt á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is