Renault veðjar miklu á Bigster

PARÍS - Luca de Meo, forstjóri Renault, horfir til minni gerða sportjeppa til að auka árangur samstæðunnar utan evrópskra markaða, með gerð fyrir Dacia, Lada og Renault vörumerkin sem gætu selst meira en 1 milljón eintökum árlega.

Sérstök gerð fyrir hvert vörumerki

Þrjú vörumerki munu hafa hvert sitt sérstaka útgáfu sem mun deila „85 prósentum“ íhluta, sagði de Meo í viðtali við Automotive News Europe.

Sportjeppinn verður byggður á endurbættri útgáfu af Renault-Nissan Alliance CMF-B grunninum, sem venjulega er notaður í smábíla eins og Renault Clio eða Dacia Sandero.

image

Dacia og Lada munu deila nýjum litlum sportjeppa. Útgáfa Dacia var forsýnd með Bigster hugmyndabílnum,sem sést hér á myndum. Samlíkinging við Duster er mikil. Renault vörumerkið verður einnig með útgáfu fyrir markaði utan Evrópu.

Dacia útgáfan, kölluð Bigster, mun beinast að íbúum í dreifbýli í Austur- og Vestur-Evrópu, sagði hann. Hugmyndaútgáfa var sýnd 14. janúar við kynningu á viðsnúningsáætlun sinni fyrir Renaulution fyrir bílaframleiðandann.

Meginatriði í áætlun de Meo er að draga úr því að treysta á litla bíla og færa „þungamiðju“ hópsins yfir í miðlungsstóra markaðshlutann, sem mun leiða til hærra verðs og hagnaðar. The Bigster verður fyrsti millistóri Dacia bíllinn; tvær mest seldu gerðir þeirra, Duster sportjeppinn og Sandero fólksbíllinn, eru báðir flokkaðir sem litlir bílar.

Sameina Lada og Dacia

Undir de Meo mun Renault Group sameina vörumerkin Lada og Dacia í eina rekstrareiningu sem deilir grunni og þróunarkostnaði.

De Meo sagði að nýja Niva, sem búist er við að hafi svolítil útlitseinkenni frá gömlum tíma, eins og Renault 5, litli rafbíllinn sem er væntanlegur, hafi möguleika á að „kveikja“ á vörumerkinu í Rússlandi.

image

„Þetta verður eins og að vekja 500 til lífsins,“ sagði hann og vísaði til endurræsingar Fiat 500 bílsins sem var talinn hafa endurvakið Fiat-vörumerkið á fimmta áratug síðustu aldar, þegar de Meo var forstjóri Fiat.

Niva mun vera meira ætlaður til torfæruaksturs en Bigster, sagði De Meo.

image

„Það mun hafa stuttar gírskiptingar, háa stöðu og mjög góða eiginleika fyrir notkun í torfærum“, bætti hann við. „Þetta er mjög einfaldur og hagnýtur bíll - við getum selt hann í Sviss, í Austurríki, til kaupanda sem á fjallaskála og þetta er eina leiðin til þess að hann komist þangað“.

„Við vitum að það er markaður“ í Evrópu fyrir Niva með þessi einkenni, sagði hann. „Þetta verða ekki 100.000 bílar en það verður arðbær markaður engu að síður“, bætti hann við.

Einnig verða til útgáfur af Renault vörumerki af bílnum sem verða seldar á mörkuðum utan Evrópu eins og Suður-Ameríku, þó að De Meo hafi ekki boðið upp á smáatriði nema að segja að „mikil aðgreining verði í hönnun.“

image

Renault sýndi þessa hugmynd fyrir framtíðarútgáfu Lada Niva sem hluta af viðsnúningsáætlun „Renaulution“. Áætlað er að gerðin verði sett á markað árið 2024.

7 útgáfur, 3 tegundir

Hann sagði að það yrðu alls sjö útgáfur meðal merkjanna þriggja, framleiddar í fjórum verksmiðjum, þó að hann nefndi þær ekki.

image

Árið 2019 voru meira en 400.000 Duster-bílar seldir um allan heim, meðal allra vörumerkja, með framleiðslu í Rúmeníu, Rússlandi, Indlandi, Brasilíu og Kólumbíu. Sala árið 2020 var um 270.000 bílar.

De Meo sagði að Bigster gæti gagnast bæði Renault og Dacia vörumerkinu utan Evrópu. „Fyrir mér er Bigster einmitt bíllinn sem getur dregið Renault upp á alþjóðamörkuðum, þar sem við vorum aðeins að veðja á markaðshluta lítilla bíla“, sagði hann. "Svo nú get ég verið með miðlungsstóran sportjeppa sem er með betri nútímalegri tilvísun, hugsanlega betri ímynd og ná í nýja viðskiptavini".

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is