Á hraða formúlubíls og með hlass á pari við íbúðarhús lendir farþegaþota oftast nær án þess að sprengja dekk. Þetta er Bílablogg en það eru jú líka dekk undir flugvélum þannig að þær fá að vera með hér, dekkjanna vegna!

image

Skjáskot/YouTube

Stóri tjakkurinn sóttur

Jú, það er alveg rétt. Það þarf að nota tjakk en hér duga engin vettlingatök. Ekki misskilja mig; það er mjög gott að vera með vettlinga en það þarf nú alveg tvo til að færa eitt svona meðalstórt dekk til og frá.

image

Og handtökin eru fleiri en við dekkjaskipti á bíl. Best fer á því að hendurnar séu líka fleiri en tvær. Þó ekki á sömu manneskju. Það væri undarlegt.

Af hverju springa þau ekki?

Það er nú stóra spurningin og af hverju hefur hitastig ekki meiri áhrif á hversu viðkvæm dekkin eru en raun ber vitni? Hér spilar margt inn í, eins og sagt er. Dekkin eru slöngulaus og fyllt köfnunarefni. Áður en lengra er haldið er rétt að hleypa sérfróðum að.

Fleira tengt flugi: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is