Stellantis: samruni FCA og PSA staðfestur

Opinbert: samruni tveggja bílarisa öðlast gildi frá og með 16. janúar 2021

image

Merki nýju samstypunnar - Stellantis.

Nafnið Stellantis vísar til latneska orðsins „stello“ sem þýðir „að birta með stjörnum“. Miðað við nýjustu sölutölur ætti Stellantis að hafa árlegt framleiðslumagn upp á 8,7 milljónir bíla, sem setur fyrirtækið aðeins á eftir Volkswagen Group, Toyota og Renault-Nissan Alliance.

Þetta nýja sameinaða fyrirtæki verður einnig þriðji stærsti framleiðandi heims miðað við tekjur, með ársveltu upp á 170 milljarða evra.

Sameiningin virðist vera hagstæð ráðstöfun fyrir báða aðila - PSA mun fá aðgang að bandarískum mörkuðum og FCA gæti mögulega nýtt sér nýrri (og rafvæddar) ökutækjagrunna PSA. Frekari tækifæri, svo sem verkefni á sviði sjálfakandi og tengdra ökutækja, geta einnig verið í farvatninu.

Eignarhaldi á sameinuðu fyrirtæki verður skipt 50/50 á milli hluthafa PSA og FCA. Fjárfestum fyrrnefnda vörumerkisins verður úthlutað 5,5 milljarða evra arði en hluthafar síðarnefnda fyrirtækisins fá um 3 milljarða evra.

PSA: stefna á Ameríkumarkað

Eins og staðan er núna gæti samruninn sett fyrirhuguð áform PSA um að koma inn á Norður-Ameríkumarkaðinn í biðstöðu, samkvæmt Tavares, í ljósi sterkrar veru FCA þar þegar. „Við sjáum að styrkur FCA í Norður-Ameríku er framúrskarandi og við höfum 12 mánuði fram undan á meðan  sameiningarferlinu lýkur til að hugsa um það.“

Hins vegar, ef Bandaríkjamenn kynnu að koma fram með reglubreytingar sem tengjast losun koltvísýrings, væri PSA til þess fallið að kynna farartæki með litla losun þar.

Tavares bætti við: „Öll rafvæðingarþekkingin sem við höfum þróað fyrir evrópska markaðinn væri mjög mikilvæg eign til að koma á bandaríska markaðinn varðandi viðeigandi framvindu“.

image

Carlos Tavares forstjóri PSA og Mike Manley forstjóri FCA handsala samninginn um samrunann. Tavares verður hinn nýi stjórnandi Stellantis-samsteypunnar.

Það gæti þurft að bíða eftir áhrifum samrunans, en hugsanlega ekki lengur en í nokkur ár. Mike Manley, fyrrverandi forstjóri FCA, benti á skjótan þróunartíma nýja Opel / Vauxhall Corsa eftir að PSA keypti vörumerkin og sagði að „það sýnir þér að með hraðanum og fókusnum geturðu raunverulega runnið saman“.

Hagnaður, sameining og alþjóðleg þróun samstarfs

FCA var með nettótekjur upp á 115,4 milljarða evra eftir á sölu á 4,84 milljónum bíla á milli vörumerkja, þar á meðal Fiat og Jeep árið 2018, en þar var hagnaður upp á 5 milljarða evra - aukning um 34 prósent frá fyrra ár. Groupe PSA seldi 3,88 milljónir ökutækja árið 2018 og skilaði 74 milljörðum evra í tekjum og 3,295 milljörðum evra í hreinum tekjum samstæðunnar - sem var 40,4 prósent aukning frá árinu 2017.

Bílafyrirtæki leita í auknum mæli eftir samlegðaráhrifum og samruna fyrirtækja eftir því sem markaðir verða sífellt samkeppnishæfari og fjölmennari - og reglugerðir halda áfram að gera framtíð framleiðslu ökutækja óvissa.

Í apríl 2019 bárust fréttir af því að FCA myndi tengjast Tesla til að deila áhrifum af CO2 losun til að fara að reglum ESB. Ford mun á sama tíma nota MEB vettvang Volkswagen til að smíða rafbíla frá 2023.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is