Frumsýningar helgarinnar

BL frumsýndi alveg nýjan BMW iX 100% rafmagnsbíl í gær. Þetta er fyrsti stóri bíllinn frá BMW sem kemur 100% rafdrifinn. Það er óhætt að segja að bíllinn veki athygli. Fullt var út úr dyrum hjá BL í gær þegar við kíktum á bílasýningu hjá þeim.

image
image
image
image

BMW iX kemur í fjórum búnaðarútfærslum og kostar frá 10.990.000 kr. Rafhlaðan í bílnum skilar frá 71 kWst. og í dýrustu týpunni er hægt að fá rafhlöðu með rúmlega 105 kWst. hleðslugetu.

Drægni þess bíls er allt að 630 km. samkvæmt WLTP staðlinum en með minni rafhlöðunni er drægnin allt að 425 km. skv. WLTP.

Nóg pláss í BMW iX

Þegar maður virðir þennan bíl fyrir sér, sér maður fyrir sér gæði og þægindi. Rýmið í bílnum er eftirtektarvert og pláss fyrir farþega virðist meira en gengur og gerist í bílum í svipuðum stærðarflokki. Veghæð er rúmlega 20 sm. og dráttargetan 2.500 kg.

image
image

Þægindi og gæði

Ef þú kýst allan pakkann þá kostar Xdrive50 bíllinn 14.790.000 kr. Eftir það getur þú að auki pantað til dæmis Panorama Sky lounge glerþak á 500 þúsund.

Bowers and Wilkins Diamond surround hljóðkerfi á 750 þúsund og reiðhjólafestingu á krók á 130 þúsund.

image
image
image

Nýr bíll hjá Toyota

Í Kauptúni voru þau hjá Toyota að frumsýna bíl sem margir hafa beðið spenntir eftir að berja augum. Yaris Cross er er glæsilegur SUV/CROSSOVER bíll sem við hér heima höfum kallað sportjeppling.

Bíllinn kemur í nokkuð mörgum útfærslum. Sá ódýrasti er á 4.750.000 krónur, með 1,5 l. 125 hestafla bensínvél og CVT skiptingu.

image
image
image
image
image

Yaris Cross er nýr bíll með meiri veghæð

Bíllinn er boðinn sem hybrid sem þýðir að hann nýtir bæði rafmagn og bensín til að knýja bílinn áfram en þú þarft aldrei að hlaða. Þannig er bíllinn boðinn í fimm mismunandi útgáfum sem kosta frá 5.080.000 kr. og upp í 6.280.000 kr. Hybrid bíllinn skilar um 116 hestöflum.

image
image
image

Hægt er að fá nýjan Toyota Cross fjórhjóladrifinn, AWD-I sem kostar 500.000 kr. aukalega. Þú getur svo valið þér allskyns aukahluti eins og gangbretti á 231.004 krónur, lista á stuðara fyrir 131.644 krónur og filmur í rúður fyrir 46.900 kr.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is