Rafbílar sem er hægt að fullhlaða á 10 mínútum, hvernig hljómar það?

Annars vegar virðast Samsung og Toyota (og fleiri) vera sammála um það að rafbílarafgeymar framtíðarinnar verði svokallaðar solid state rafhlöður. Hins vegar telja Tesla og Panasonic að framtíðin sé að þróa og endurbæta lithium-ion rafhlöður.

Rafgeymar í rafbílum eru lithium-ion sem þykja vera þungir og fyrirferðarmiklir.

image

Samsung telur að þeir geti framleitt solid state rafgeyma í framtíðinni sem gefa tvöfalda drægni á við það sem þekkist nú. Það byggist á því að það er hægt að koma tvöfalt meira magni af solid state rafgeymum fyrir í sama rými miðað við hefðbundna rafgeyma enda getur orkuþéttleiki (energy density) í solid state rafgeymi verið margfalt hærri. Orkuþéttleiki er sú orka sem rafgeymir getur gefið frá sér miðað við þyngd hans.

Svona þurrgeymar eru ekki alveg nýir af nálinni í sögulegu tilliti en hjartagangráður er með rafhlöðu sem er solid state sem dæmi.

Það sem er nýjast í þessu er að geta fjöldaframleitt svona rafgeyma í rafbíla á hagkvæman hátt.

image

Nú áætlar Toyota að setja á götuna tilraunabíla (prototype) strax á árinu 2021og hefja framleiðslu fyrir 2025 að því er virðist.

Efnis-og íhlutaframleiðendur í Japan keppast við að setja upp aðstöðu til að framleiða rafkleyfa í þessa rafgeyma en Toyota er búið að tryggja sér yfir 1000 einkaleyfi varðandi solid state rafgeyma.

Það ætti að verða minni eld- og mengunaráhætta með þessum rafgeymum.

Það er alveg möguleiki að það yrði hægt að skipta út lithium-ion og setja solid state rafgeyma í staðinn á eldri bílum.

Ef ég ætti að veðja á hvort verður framtíðin í rafbílum varðandi rafgeyma þá myndi ég veðja á solid state. En það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þetta þróast og það virðist allt vera á réttu róli hvort sem það verður fasta formið eða ekki.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is