Subaru tilkynnir um rafknúinn „crossover“ fyrir Evrópumarkað

Bíllinn verður á stærð við Forester og mun deila grunni með rafbíl frá Toyota.

Það sem við vitum um þessa bíla er að þeir eru byggðir á e-TNGA grunni Toyota fyrir rafbíla. Grunnurinn getur verið mismunandi að stærð til að mæta kröfum ökutækisins og rafhlöðunnar. Hann getur einnig þjónað fram-, aftur- eða fjórhjóladrifskerfi.

image

Hér er hugmyndabíllinn Subaru Evoltis, sem átti að koma á markað 2021, og var hannaður í samstarfi Subaru og Toyota.

Örugglega aldrif

Í þessu tilfelli eigum við von á fjórhjóladrifi, ekki aðeins vegna þess að það hefur verið áratugalangt vörumerki Subaru í öllum bílum nema BRZ, heldur vegna þess að við höfum séð felulitaðan rafdrifinn „crossover“ með Direct4 fjórhjóladrifi sem forsýndur var hjá Lexus í Bretlandi. Sá bíll notar tvo mótora, einn á hvorum enda, til að knýja öll fjögur hjólin og það getur verið breytilegt togátak milli mótoranna. Afköstin eru áhrifamikil, þar sem mótorarnir tveir eru færir um að þjappa saman 402 hestöflum og togið er um 600 Nm.

Samstarf síðan í júní 2019

Samstarf Toyota og Subaru um einmitt slíkan bíl hefur verið gert ráð fyrir síðan í júní 2019, þegar fyrirtækin tvö tilkynntu að þau myndu þróa sameiginlegan rafbíl í stærð RAV4 eða Forester. Toyota á 20% hlut í Subaru og fyrirtækin tvö hafa unnið saman að sameiginlegum bíl áður í formi BRZ og 86.

Ökutækið yrði fyrsta sókn Subaru með fjöldamarkaðsframleiðslubíl sem notar ekkert bensín. Enn sem komið er hefur Subaru boðið vægar tvinnútgáfur af Impreza, XV Crosstrek og Forester. Þetta er nauðsynleg ráðstöfun þar sem fleiri og fleiri þjóðir banna sölu á bílum með hefðbundnar brunavélar næstu áratugina.

Toyota og Subaru hafa einnig sagt að nýi grunnurinn muni nýta styrkleika beggja vörumerkjanna. Sem slíkur mun nýi sportjeppinn í C-flokki sameina reynslu Toyota og raftækni og fjórhjóladrifsþekkingu Subaru.

(byggt á fréttum á ýmsum bílavefsíðum – þar á meðal Auto Express og Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is