Leyndarmálin á bak við húddmerkin á Rolls-Royce, Bentley og Bugatti

    • og við kíkjum á nokkur í viðbót

Nýi Flying Spur lúxusbíllinn frá Bentley kemur með möguleika á stóru uppréttu „fljúgandi B“ húddmerki. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi útgáfa af B, sem rís með rafstýringu upp frá vélarhlífinni, undan nútíma Bentley merkinu, er kynnt í útgáfu dagsins af fjögurra dyra Grand Tourer. Síðast kom B fram með þessum hætti árið 1930 og bíllinn var Bentley 1930 8 lítra.

Saga þessa vængjaða B er þó miklu eldri.

image

Bentley segir að rafmagnsstýrt merki „Flying B“ á Flying Spur reynist vinsælasti kosturinn í Kína þar sem meira en 50 prósent viðskiptavina kjósa að hafa merkið á bílnum.

Breski myndhöggvarinn Charles Sykes þróaði fyrsta „Flying B“ fyrir stofnanda fyrirtækisins W.O. Bentley árið 1919. En um árabil voru Bentley bílar með mismunandi skraut á húddinu sem eigendurnir höfðu pantað eða þá að eigendur kusu að hafa ekkert skraut.

image

Fljúgandi B á Bentley, Rolls-Royce Spirit of Ecstasy og tvöfaldur vængur hjá Aston Martin.

Það var ekki fyrr en á þriðja áratug síðustu aldar sem staðlað „Flying B“ varð áberandi - og ósamhverft.

Breski málarinn F. Gordon Crosby hannaði þannig, flata útgáfu af upphaflegu uppréttu B sem Sykes bjó til með vængjapörum sem höfðu mismunandi fjaðrir á hvorri hlið. Hönnuninni var ætlað að koma í veg fyrir fölsun á merkinu.

image

Sykes bjó einnig til táknmynd Rolls-Royce, sem kallast Spirit of Ecstasy eða „ andi alsælu“. Hugmynd hans að Rolls-Royce-merkinu var að hluta til ætlað að koma því til skila að bíllinn ferðaðist svo mjúklega að álfkonan sem væri á húddinu myndi ekki hreyfast. Hann steypti því skraut byggt var á ástkonu vinarins, Eleanor Thornton.

Fyrri útgáfur sýna Thornton með sveipandi skikkju sem átti að vísa til grísku vængjuðu sigurgyðjunnar Níke með fingri á vörum og bjóða áhorfendum að halda ástarsambandi hennar leyndu.

image

Á sama tíma, á Ítalíu, kom uppreistur stóðhestur Ferrari sem gjöf, sem greifynja, móðir flugmansins Francesco Barraca ánafnaði Enzo Ferrari, en flugmaðurinn var skotinn niður yfir Norður-Ítalíu í fyrri heimsstyrjöldinni.

Barraca flaug með myndina af hestinum á hlið orustuflugvélar sinnar. „Settu hnarreistan hest sonar míns á bíla þína. Það mun veita þér gæfu", sagði greifynjan við Ferrari, eða svo segir sagan.

image

Einstakur svartur hestur Porsche, grafinn í rauðu og svörtu sem húddmerki, kom sem tilvísun í borgarmerki Stuttgart. Merkið sjálft er byggt á hinu forna skjaldarmerki Baden Wuerttemberg.

Merki móðurfyrirtækisins Porsche Volkswagen Group var hannað af austurríska verkfræðingnum Franz Xaver Reimspiess, sem stýrði þróun þýsku Tiger skriðdrekanna sem notaðir voru í 2. heimsstyrjöldinni - og stýrði hönnunarteymi Porsche þar til hann lét af störfum árið 1966.

image

Bugatti hefur notað nánast sama merki síðan stofnandi fyrirtækisins Ettore Bugatti þróaði hugmyndina að gljábrenndu rauðu sporöskjulaga merki árið 1909.

Aðeins örfáir bílar, svo sem Chiron Noire eða Super Sport 300 + 2, fengu Macaron í svörtum lit.

image

Það eru til ákaflega sjaldgæf eintök af Bugatti, sem eru með dansandi fíl á vélarhlífinni sem kinkar kolli til bróður Ettore Bugatti, Rembrandt.

Eina annað frávikið frá venjulegu Macaron-merki var dansandi fíllinn á hinum örsjaldgæfa Bugatti Type 41 Royale frá 1926; það var skraut sem fílaskúlptúr. steypt í brons sem Rembrandt bróðir Ettore gerði.

image

Aston Martin hefur aftur á móti komið fram með næstum tugi mismunandi merkja yfir 107 ára sögu þess, allt frá rúnnuðu A og M sem fléttuðust saman upp úr 1920 til vængjamerkis (fengið að láni frá Bentley) á þriðja áratug síðustu aldar og „David Brown „Merki Aston Martin frá fimmta áratugnum.

Oft var búið til nýtt merki eftir því hver átti fyrirtækið á hverjum tíma.

Þessa dagana framleiðir fyrirtæki sem heitir Vaughtons fjaðraða tvöfalda merki Aston Martin. Þetta 200 ára fyrirtæki var staðsett í Birmingham á Englandi og byrjaði sem „hnappagerðarmaður, framleiðandi á medalíum og mynt“, samkvæmt því sem sagan segir - og var upphafleg birgir merkja til Rolls-Royce. (Það var einnig með samninga við Jensen og Lotus.)

Sérstök merki eru til í grænum til að samsvara bremsudælunum, 18 karata gull, jafnvel perlumóður.

Hjá Rolls-Royce er það málmsteypa sem heitir Polycast og er með aðsetur í Southampton á Englandi sem steypir „Anda alsælunnar“. Táknið byrjar í vaxmóti, steypt með mikilli nákvæmni í mót sem er nógu nákvæmt til að sýna einstaka lokka hársins sem flæða niður á bak Thornton, auk bylgjanna í sloppnum. Eftir að vaxið hefur kólnað hella framleiðendur bræddu stáli í mótið. Þeir láta það sitja tímunum saman og pússa það síðan með örsmáum, handheldum slípirokk til að klára verkið. Yfir 5.500 eintök eru send til Goodwood á Englandi á hverju ári.

image

Bentley neitar á meðan að nefna hvaða fyrirtæki býr til „vængjaða B“, þó að Polycast skrái Bentley sem núverandi viðskiptavin.

Þrátt fyrir franska arfleifð sína lætur Bugatti fyrirtækið Poellath, í Schrobenhausen í Bæjaralandi, gera glerungshúðaða sporöskjulaga merkið. Poellath, em er fjölskyldufyrirtæki allt frá stofnun þess árið 1778, hefur þróað sérstaka tækni til að gera Bugatti Macron-merkin í þrívídd: Bugatti letrið og smá punktar í brúninni eru staðsettir og gljáhúðaðir í einu ferli, en emeleraður bakgrunnur er næstum tveimur millimetrum lægri .

image

Hér er verið að búa til Bugatti sporöskjulaga merkið í Poellath málmsteypunni í Schrobenhausen í Bæjaralandi.

Starfsmenn Poellath búa til skjöldinn með því að bræða saman gljábrennt glerið í járn með tækni sem á rætur sínar að rekja til meira en 100 ára.

Það er öfgafullt ferli: Glerglasið bráðnar við hitastig frá 750C til 900C og er brætt saman við silfur grunnefnið í samband sem er nánast ómögulegt að leysa upp.

Til að gera það enn meira krefjandi inniheldur gljáhúðun oft eitrað blý og því notar Poellath sérstaka blöndu sem inniheldur ólífræn og eitruð sílikat og oxíð efnasambönd. Samtals tekur það 20 starfsmenn 10 klukkutíma að búa til hvert og eitt merki.

(Bloomberg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is