Bentley að verða eingöngu framleiðandi rafbíla

    • Bentley - stærsti framleiðandi 12 strokka véla í heiminum - mun hætta með þær allar og skipta yfir í eingöngu hreint rafmagn í lok áratugarins

Bentley verður bílaframleiðandi sem verður eingöngu með rafbíla árið 2030 þar sem stefnt er að því að vera kolefnishlutlaus framleiðandi í lok áratugarins, samkvæmt því sem breska vörumerkið hefur staðfest.

Tilkynningin er hluti af „Beyond100“ stefnu fyrirtækisins (þar sem vísað er í 100 ára sögu fyrirtækisins), þar sem því  er lýst hvernig Bentley mun stefna að því að verða „leiðandi á heimsvísu í sjálfbærum lúxus hreyfanleika.“

image

Nýr Bentley coupé rafbíll mun leiða rafvæðingu vörumerkisins.

Til skemmri tíma litið mun allt vöruúrval Bentley færast í átt að drifrasum með tengitvinnmöguleika. Bentayga er eins og er eina tengitvinngerðin sem boðið er upp á í línunni en fyrirtækið hefur staðfest að tveir PHEV-bílar til viðbótar koma á markað á næsta ári - búist er við að þeir verði Continental GT og Flying Spur.

image

Bentley Bentayga er eini tengitvinnbíll fyrirtækisins í dag.

Fyrsta rafknúna ökutæki Bentley, sem aðeins notar rafhlöður,  mun koma árið 2025, þó að fyrirtækið hafi ekki lýst nákvæmlega á hvaða svæði markaðarins sá bíll muni keppa. EXP 100 GT hugmyndabíllinn sem kom í ljós árið 2019 gaf okkur þó hugmynd um hvernig Bentley sá fyrir sér rafknúið ökutæki.

image

Bentley EXP 100 GT.

image

Bentley EXP 100 hugmyndabíllinn þykir vera með djarfar línu í útliti.

Innan eins árs frá upphafi fyrsta rafbílsins, mun allt vöruframboð Bentley samanstanda af tengitvinnbílum (PHEV) og rafknúnum ökutækjum sem eingöngu nota rafhlöður.

Adrian Hallmark, stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Bentley, sagði: „Að vera í fremstu röð framfara er hluti af erfðaefni okkar; upprunalegu Bentley strákarnir voru frumkvöðlar og leiðtogar. Nú, þegar við lítum út fyrir að vera Beyond100, munum við halda áfram að leiða með því að finna upp fyrirtækið á nýtt og verða viðmiðun fyrir lúxusbifreiðir í heiminum.

image

Það kemur á óvart hve framtíð Bentley virðist ætla að verða „græn“ miðað við sögu fyrirtækisins og stórar vélar þess.

„Innan áratugar mun Bentley breytast úr 100 ára lúxusbílafyrirtæki í nýja, sjálfbæra, að öllu leyti siðferðilega fyrirmynd fyrir lúxus“.

Bentley mun einnig vinna með birgjum, sem þurfa að standast sjálfbærniúttekt, til að verða algerlega kolefnishlutlaus aðgerð fyrir árið 2030. Breytingar verða einnig innleiddar í verksmiðju fyrirtækisins í Crewe, sem Bentley fullyrðir að sé þegar kolefnishlulaust, svo sem að treysta meira á sólarorku.

(byggt á heimasíðu Bentley og Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is