Frumlegur og pottþéttur?

Við höfum áður fjallað stutt um sögu hjólsins, kerra, vagna og öxla sem sjá má hér.  Við höfum einnig fjallað aðeins um sögu smurefnanna en þá umfjöllun má sjá hér. Því er rökrétt að fjalla um legur, fóðringar og ýmsar gerðir þéttinga næst.

image

Koparfóðring.

image

Kúlulega.

Fyrstu legurnar eða fóðringarnar (bearing eða bushing) voru notaðar í Mesópótamíu fyrir allt að 6500 árum síðan. Við getum kallað þær í gamni frumlegur. Þær voru notaðar með leirkerahjólum í upphafi.

Þær voru ekkert líkar því sem er notað núna. Núna eru notaðar koparfóðringar t.d. í rafmótorum, kúlu-, kefla-, pinna- og nálalegur í allskonar vélbúnaði og hvítmálmslegur með t.d. sveifarásum og þetta er ekki tæmandi upptalning.

image

Höfuðlegur fyrir sveifarás.

image

O-hringir sem eru ætlaðir fyrir loftkælingar (AC) þola meiri hita og kulda, þeir eru oft grænir á lit.

Fyrsta einkaleyfið fyrir nútíma þéttingu er frá 12. maí 1896 og tilheyrði sænskum manni, J. O. Lundberg. En það var svokallaður O-hringur, væntanlega úr gúmmíi en gæti líka hafa verið úr leðri.

O-hringir eru ekki góð þétting þar sem er þrýstingur eða undirþrýstingur (vakúm) en mjög góð þétting í flest öllum öðrum tilfellum. Núna eru O-hringir fæstir gerðir úr ekta gúmmíi heldur eru þeir gerðir úr gervigúmmíi eða sílikoni.

Þeir eru yfirleitt notaðir í kælikerfum, loftkerfum eða vökvakerfum en ekki með hlutum sem hreyfast. Nýrri og flóknari útfærsla er pakkdós en pakkdósir henta vel á öxla og ása og halda, þótt það sé mismunandi þrýstingur, sitt hvoru megin við pakkdósina. Enda eru pakkdósir alveg pottþéttar!

image

Mismunandi pottþéttar pakkdósir.

Látum þetta duga að sinni. Takk fyrir lesturinn.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is