Dýrasti botnlangi Íslandssögunnar?

Í roki og rigningu snemma í sumar tók undirrituð þá gölnu ákvörðun að aka „hina leiðina“ suður frá Súgandafirði. Á fornbíl.

image

Mynd: Haukur Már Harðarson.

Alla jafna ekur maður yfir Þröskulda, Steingrímsfjarðarheiði og um Djúpið til að komast á þann sælureit sem Suðureyri við Súgandafjörð er. Sé sú leið ekki farin er ekki um annað að ræða en að aka suðurfirðina, þ.e.  Bjarkalundur, Flókalundur, Dynjandisheiði og loks hin eftirminnilega Hrafnseyrarheiði.

Kaffi og kökur seinna

Dýrafjarðargöng eru afskaplega flott. Þau eru nýtískuleg, vel upplýst, led-lýsing í vegköntum og brunavarnir úthugsaðar. Göngin eru 5,6 km löng, malbikuð og með steyptum upphækkuðum öxlum. Í þeim eru tíu útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru fjögur steypt tæknirými og tvö fjarskiptahús utan ganga.

image

Mynd: Malín Brand.

Alla jafna er boðið upp á kaffi og kökur við slíkan stórviðburð sem vígsla umferðarmannvirkja er en það verður að bíða betri tíma vegna sóttvarnaráðstafana.

Mokaði heiðina í 46 ár

Fyrstir allra til að aka um göngin eftir formlega opnun voru nemendur úr grunnskóla Þingeyrar og með þeim í för var Gunnar Gísli Sigurðsson frá Ketilseyri en hann hefur mokað Hrafnseyrarheiði í 46 ár.

image

Mynd: Malín Brand.

Að því er fram kom í greinargóðri umfjöllun um málið í Morgunblaðinu er bíllinn með myndavélabúnað og hitamyndavél þannig að hægt er að aka inn í göng þótt í þeim sé reykur.

Fjórðu göngin á svæðinu

Dýrafjarðargöng eru fjórðu göngin á því svæði sem tilheyra umdæmi Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar. Bolungarvíkurgöng eru 5,4 km löng og voru þau opnuð árið 2010, Vestfjarðagöngin eru næstlengstu göng landsins, 9,1 km og voru opnuð 1996 og síðast en ekki síst ber að nefna fyrstu göngin á Íslandi en það eru göngin um Arnardalshamar sem eru frá 1949. Þau eru ekki löng, aðeins 30 metrar en opnuðu fyrir samgöngur á milli Súðavíkur og Ísafjarðar.

Stórt skref

Dýrafjarðargöngin eru vissulega stórt skref í samgöngumálum Vestfjarða. Nýir vegir um Teigsskóg og Dynjandisheiði eru líka í bígerð og munu eflaust færa Vestfirði enn nær nútímanum og þá einkum sunnanverða Vestfirði.

image

Mynd: Haukur Már Harðarson.

Til hamingju með göngin Vestfirðingar sem og allir Íslendingar!

Myndir: Haukur Már Harðarson og Malín Brand

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is