GMC Hummer rafbíll frá GMC frumsýndur

    • Með langdrægu akstursviði, 563 kílómetra, og kostar líka sitt

DETROIT - Hummer er kominn aftur og með sex stafa verðmiða. Fyrir 112.595 dollara í Bandaríkjunum (samsvarar 15.637.193 ISK) kemur GMC Hummer Edition 1 sem frumsýndur var þriðjudaginn 20. oltóber með undirvagnsvörn og myndavélum, fjarlægjanlegu Infinity þaki og aksturssviði á rafhlöðu sem er meira en 563 km með þremur rafmótorum.

Áætlað er að framleiðsla á útgáfu 1 hefjist seint á árinu 2021 og síðan framleiðsla á stöðugt ódýrari útgáfum frá hausti 2022 til vors 2024.

image

GMC leggur mikið upp úr torfærugetu Hummer rafbílsins.

image

35 tommu sérgerð dekk frá Goodyear All Territory eru staðalbúnaður, en fyrir þá sem vilja meir eru 37 tommu dekk í boði.

Torfærupallbíllinn, sem General Motors mun smíða í verksmiðjunni í Detroit, sem fyrirtækið hefur kallað Factory Zero, verður fyrsta rafknúna farartækið í eignasafni GMC. Verð á útgáfu 1, sem felur í sér flutning til viðskiptavina, er um 5.000 dollurum hærra en fyrir flottustu útgáfu af Cadillac Escalade ESV.

Allar „Edition 1“ gerðirnar verða hlaðnar búnaði og líta eins út, með sama hvíta ytra byrði og „Lunar Horizon“ innréttingu sem er með útgáfu 1 merki.

image

12,3 tommu skjár fyrir framan ökumanninn og 13,4 tommu snertiskjár í miðju til að stilla aðgerðir, stillingar og stjórna búnaði.

image

Þeir hjá GMC kalla innréttinguna „Lunar Horzon“ eða „tungltilfinningu“. Mikið hefur verið lagt í innréttinguna og gólfefni eiga að vera sérlega sterk og endingargóð.

Þrátt fyrir að GM hafi frestað afhjúpun Hummer um fimm mánuði vegna kórónaveirufaraldursins hefur framleiðslutíminn haldist á réttri braut, sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins.

„Þessi nýstárlegi pallbíll kemur á markað með hraða og tilgangi og færir GM enn eitt skrefið nær rafknúinni framtíð,“ sagði Mark Reuss stjórnarformaður GM í yfirlýsingu. „Hummer rafbíllinn er fullkominn fyrir viðskiptavininn sem vill getu, skilvirkni og afköst“.

Meðal staðalbúnaðar á öllum útfærslum er Super Cruise ökumannshjálparkerfi GM, sexvirkur MultiPro afturhleri, undirvagnsmyndavélar, 35 tommu dekk og Infinity þak.

3X er lægsta snyrtingin sem inniheldur þriggja mótora e4WD kerfið og „Watts to Freedom“ uppfærslu sem er nauðsynleg er fyrir afkastatölurnar sem GM hefur áður kynnt: 1.000 hestöfl, 15.591 Nm af togi og 0 til 100 km hröðun á þremur sekúndum.

image

Framleiðendur jeppa í Bandaríkjunum hafa lagt mikið upp úr því að geta fjarlægt þakið við ákveðnar aðstæður og Hummer er ekki undanskilinn í því efni.

image

Torfæru- og klifurgeta eru aðalsmerki við hönnun á þessum nýja Hummer rafbíl.

„Þetta er tækifæri GM til að sýna fjölda tækni og eiginleika sem verða alger andstæða þess sem Volt / ELR og Bolt býður upp á,“ sagði Ivan Drury, yfirmaður hjá Edmunds, í yfirlýsingu. „Með því að koma þessum bíl á markað mun GM loksins fá vöru sem býður upp á innsýn í tækni sem nær niður í gegnum línuna, ólíkt fyrri bílum sínum“.

Hummerinn verður knúinn af Ultium rafhlöðum GM. Þær verða samhæfðar við hraðhleðslutæki, sem geta fyllt næstum 160 kílómetra aksturssvið á 10 mínútum, sagði GM.

Upprunalegi Hummer, síðar þekktur sem H1, var einnig með verðlistaverð vel yfir 100.000 dollara þegar framleiðslu lauk árið 2006 - og margir notaðir seljast fyrir miklu meira í dag, þrátt fyrir mikla eyðslu í akstri.

image

Við ákveðnar aðstæður fer sjálfvirk beygjuvirkni á afturhjólum í gang í torfærum.

GMC hannaði Hummer þannig að hann væri torfærubíll með einstökum eiginleikum eins og fjórhjólastýringu í „CrabWalk“ stillingu eða 2krabbastillingu“, sem gerir kleift að aka á ská í grófu landslagi; stálplötur utan um rafhlöðupakkann til varnar við erfiðar aðstæður í torfærum; og UltraVision, sem er með myndavélar að framan og aftan til að hjálpa til við að koma hjólum á rétta braut á slóða.

image

Mjög öflugar hlífðarplötur að neðan vernda rafhlöðurnar fyrir hnjaski og gera um leið botn bílsins alveg sléttan, nokkuð sem kæmi sér vel í jöklaferðum hér á landi.

„GMC Hummer EV er byltingarkenndur og gengur þvert á það sem greininni finnst um sem pallbíl,“ sagði Duncan Aldred, varaforseti Buick og GMC á heimsvísu, í yfirlýsingunni. „Sérsnið útgáfu 1 í torfærum mun gera fordæmalausa getu Hummer rafbílsins og núlllosun að mjög sérstökum kosti fyrir viðskiptavini“.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is