Bílakvikmynd: Andsetin bifreið

Ein af uppáhalds bílakvikmyndum greinarhöfundar er myndin um andsetna Plymouth-bifreið af árgerð 1958. Allir sannir áhugamenn um gamla bíla hafa vonandi séð kvikmyndina Christine í leikstjórn John Carpenter. Ef ekki, þá ætti hún að fara á áhorfslistann sem fyrst.

Líkt og flestir aðrar bandarískar bifreiðir á þessi uppruna sinn að rekja til bílafæribands í Detroit, en er strax töluvert öðruvísi en bifreiðar flestar og reynist frá fyrsta degi andsetin af sjálfum djöflinum.

Í tímans rás fær hún nafnið Christine og nær heljartökum á öllum þeim sem eignast hana, gerist afbrýðissöm gagnvart þeim konum sem gera sér dælt við eigendurna og hefnir fyrir allt sem gegn henni er unnið. Samband Arnie og Christine verður nánara en eðlilegt getur talist og myndin er hörkuspennandi allt til síðustu mínútu.

Talið er að einungis fjögur þeirra séu ennþá til í dag, þannig að 12 hafa greinilega verið eyðilögð við gerð kvikmyndarinnar.

Kostnaðurinn við kaupin á bílunum var um 15% af framleiðslukostnaði kvikmyndarinnar og því má segja að Christine hafi í raun fengið meira borgað en allir hinir leikararnir í myndinni. Eitt eintakið sem lifði kvikmyndina af var selt árið 2004 fyrir heila 167.000 dollara og annað fyrir 198.000 dollara árið 2015.

image

Strax á færibandi Plymouth-verksmiðjunnar í Detroit sýndi Christinu fjandsamlega tilburði.

(Varúð; myndbandið er ekki fyrir viðkvæma)

Í byrjun kvikmyndarinnar sjáum við inn í samsetningarverksmiðju Plymouth í Detroit þar sem verkamenn eru að framleiða Fury-bílinn sem notið hafði mikilla vinsælda frá hann kom á markaðinn haustið 1956 og olli töluverðum usla hjá helstu samkeppnisaðilum Chrysler-samsteypunnar, GM og Ford, enda þótti hann nýtískulegri og stílhreinni en t.d. yfirhlöðnu krómdrekarnir frá Chevrolet.

image
image

Christine var í óvenju döpru ástandi eftir 25 ára vist í garði gamla eigandans, en það hafði lítil áhrif á Arnie sem leggur sannarlega sál sína í uppgerðina.

Christine hafði þann eiginleika að geta lagað sig sjálf, eiginleikar sem flestir fornbílamenn vildu gjarnan að bílarnir þeirra hefðu. Við gerð kvikmyndarinnar var sú brella notuð að eyðileggja eitt eintak af bílnum við tökur og spila síðan myndina afturábak. Þannig lítur út fyrir að bíllinn sé að laga sig sjálfur.

image

Christine sýnir yfirþyrmandi grimmd þegar hún hefnir sín á óvinum eiganda síns og svífst einskis við að kremja þá og drepa.

Christine lætur ekkert stoppa sig og er full hefndar. V8-vélin fær að syngja sitt fegursta, þrátt fyrir að upprunalega vélarhljóðið við gerð kvikmyndarinnar hafi komið frá ´70 Ford Mustang með 428 kúbika vél.

image

Kærasta Arnies á ekki sjö dagana sæla í bílnum og fær að finna rækilega fyrir afbrýðissemi Christine.

image

Christine sækir að óvinum eiganda síns, sem eiga ekki roð við henni þrátt fyrir að aka um á aflmiklum ´67 Camaro.

image

Eltingarleikur við Camaro árgerð 1967 og eiganda hans endar með ósköpum, enda er þarna er ferðinni bíll með eldmóð á hæsta stigi.

image

Margir fornbílamenn hafa fyllst óeðlilegum áhuga á bílum sínum, en þó enginn eins og Arnie Cunningham, sem hreinlega sturlaðist í samskiptum sínum við Christine.

Hugmyndin um sjálfkeyrandi bíla er greinilega er ekkert ný af nálinni. Þægindin við andsetinn bíl er að maður getur keyrt sjálfur vel ölvaður án þess að hafa nokkrar áhyggjur af akstrinum.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is