Nýr BMW M3 2021 kynntur með risastóru grilli og 503 hestafla vél

    • Nýja sjötta kynslóð BMW M3 „Competition“ fær 503 hestafla sex strokka línuvél og fjórhjóladrif

BMW hefur opinberlega kynnt sjöttu kynslóð M3. Bíllinn á að fara í sölu í mars á næsta ári og mun keppa við bíla á borð við Mercedes AMG C 63, Audi RS 4 Avant og Alfa Romeo Giulia Quadrofoglio.

image

Nýjasta endurgerð BMW á þessum sporlega bíl hefur farið í gegnum mikla vélræna yfirferð. Hann er búinn miklu af tækni, með nýja sex strokka línuvél og - í fótspor M5 - alveg nýtt fjórhjóladrifskerfi á best búnu gerðinni.

Nýr BMW M3 2021: vél og drifrás

BMW M3 er knúinn af nýjustu 3-lítra bensínvél M-deildarinnar með tvöföldu túrbó. Það er sama einingin og er að finna í X3 M og X4 M sportjeppatvíburunum - og eins og í þessum bílum, þá er val á tveimur útgáfum afls.

Grunngerð BMW M3 mun vera 473 hestöfl og síðan er keppnisafbrigði, sem hefur 503 hestöfl og 650 Nm tog – sem að sögn BMW, dugar til að skila bílnumfrá 0–100 km/klst á tímanum 3,9 sekúndur og rafrænt takmarkaðan hámarkshraða sem er um 250 km/klst.

image

Sem staðalgerð mun vélin senda drif á afturhjólin um átta gíra sjálfskiptingu. En í fyrsta skipti á M3 munu kaupendur eiga kost á að fá aðlagað fjórhjóladrifskerfi, sem er svipað í hönnun og kerfið sem er að finna á nýjasta BMW M5.

Nýr BMW M3 2021: undirvagn og grunnur

Uppfærsla frá fráfarandi gerð er með nýjum aðlöguðum höggdeyfum, stífari festingum á mótor- og undirvagni, tíu þrepa kerfi gripstýringar og stórir hemladiskar með sex stimplum.

Það er einnig virkt mismunadrif sem er á afturöxli, sem er með nýrri rafeindastýringu á spóli hjóla. BMW segir að kerfið geti stjórnað togi vélarinnar til að leyfa M3 að ná meiri hröðun á blautum eða ísilögðum vegum - þó að slökkva megi á rafrænu „barnfóstrunni“ með stjórnkerfinu.

image

Sem, frekar viðeigandi, leiðir til næstu viðbótar BMW – greiningarbúnaði á reki. Hægt er að nálgast kerfið með iDrive upplýsingakerfi bílsins og veitir það sundurliðun á viðbrögðum ökumanns við yfirstýringu. Hins vegar, ef stöðugur og nákvæmur akstur er meira í þinni deild, þá hefur BMW einnig bætt við með akstursleiðbeiningum og mælingu á tíma.

Nýr BMW M3 2021: hönnun og innrétting

Hvað varðar endurbætur á útliti hefur BMW látið endurbætur á nýja M3 fylgja venjulegu hönnunarferli fyrirtækisins. Það eru meira áberandi stuðarar að framan og aftan, dýpri sílsar og stórt grill með nýraformuðum loftopum. Einnig er bíllinn með koltrefjaþak sem staðalbúnað, og það er nýtt sett af álfelgum sem eru 19 tommur að framan og 20 tommur að aftan.

(byggt á frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is