Hljóðið heyrist í Nissan Z Proto sportbílnum í fyrsta skipti fyrir frumsýninguna í september

    • Japanska fyrirtækið staðfestir beinskiptingu í frumgerð nýrrar útgáfu af langþráðum arftaka 370Z

image

2021 Nissan Z Proto – frumsýndur þann 16. september.

image

Forsýning á 2021 Nissan Z bíll – aðeins sem skuggamynd.

image

Coupé snið 370Z virðist hafa veitt nýju gerðinni innblástur – hér er sá gamli í beygju. 370Z er elsta núverandi gerð Nissan.

image

2021 Nissan 400Z – teikning frá Autocar og spá um það hvernig nýi bíllinn muni líta út.

Nissan hefur bætt við kynningu á komandi Z sportbíl, með nýju myndbandi sem forskoðar vélarhliðina - og staðfestir að bíllinn muni koma með beinskiptingu.

Samkvæmt þessu 33 sekúndna myndbandi virðist vera til staðar V6 aflrás, líklega vél með tvöföldu túrbó sem búist er við að framleiði um 400 hestöfl.

Myndbandið leiddi einnig í ljós nokkur önnur smáatriði um langþráðan arftaka 370Z, þar á meðal endurhannað 'Z' lógó, LED framljós og áberandi álfelgur, sem eru með 'Nissan Z' merktum dekkjum.

Lítið annað er vitað um þennan nýja af Z Proto, sem ætlað er að verði opinberlega frumsýndur þann 16. September.

Í færslunni var einnig stutt myndband sem benti á 50 ára sögu Z-merkisins og lauk með skuggamynd af nýja bílnum.

Þetta myndband er nýjasta opinbera vísbendingin um útlit nýju gerðarinnar, eftir stutta svipmynd í fyrra myndbandi frá Nissan, sem varpar ljósi á framtíðina. Það myndband sýnir að bíllinn gæti haft útlit sem er þróað frá núverandi 370Z coupé.

370Z er frá árinu 2008

370Z er elsti bíllinn í núverandi línu Nissan en hann var settur á markað árið 2008. Yfirmaður vöruáætlunar fyrirtækisins, Ivan Espinosa, sagði við Autocar á bílasýningunni í Tókýó í fyrra að sportbíllinn - ásamt GT-R flaggskipinu - væri „í hjarta Nissan“ og að fyrirtækið væri „virkt að skoða og vinna að“ arftaka.

Autocar skilur það sem svo að nýi Z bíllinn verði kallaður 400Z og að aflið komifrá 3,0 lítra V6-vél með tvöföldu túrbó, með meiri krafti en núverandi bíll.

Það er ólíklegt að bíllinn muni vera smíðaður á sérsniðnum grunni, miðað við tiltölulega lítið sölumagn, og gæti í staðinn nýtt sér afturdrifna grunninn frá systkinum sínum - Infiniti, Q50 og Q60.

Innréttingar nýju gerðarinnar eru líka væntanlega með verulegri endurhönnun, þar sem 370Z er oft gagnrýndur fyrir að vera gamaldags miðað við keppinauta sína.

Búast við að leggja áherslu á úrvalsefni út um allt og að snertiskjá núverandi bíls verði skipt út fyrir nútímalegt upplýsingakerfi með aðgangi að ýmsum tengingaþjónustu.

Búist er við afhjúpun 400Z innan næstu 12 mánaða.

(frétt á Autocar)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is