Hyundai stefnir á að breyta Ioniq nafninu í alþjóðlegt vörumerki rafbíla

image

Crossover rafbíll Ioniq vörumerkisins byggt á 45 hugmyndabílnum, hægra megin, kemur á næsta ári. Fólksbíllinn, til vinstri, er byggður á Prophecy huggmyndabílnum og sem mun koma á árinu 2022.

Það kemur fram á vef Automotive News Europe í dag að Hyundai Motor er að setja af stað alþjóðlegt rafmagns vörumerki sem notar Ioniq nafnið frá núverandi hybrid-bílum og rafbílum. Fyrirtækið stefnir að því að senda frá sér þrjú rafknúin ökutæki frá nýja vörumerkinu á næstu fjórum árum og byrja snemma árs 2021 með „crossover“ í millistærð.

Hyundai Motor Group, sem innifelur einnig Kia og Genesis, hefur sagt að stefnt sé að því að selja 1 milljón rafknúna bíla og ná 10 prósenta markaðshlutdeild til að verða leiðandi á heimsvísu á sviði rafbíla árið 2025. Hyundai Motor stefnir að því að verða þriðji stærsti framleiðandi vistvænna ökutækja, þar með talið vetnisbíla.

Ioniq 5 sem kemur á næsta ári byggir á hugmyndabílnum 45 frá bílasýningunni í Frankfurt árið 2019, segir bílaframleiðandinn í yfirlýsingu. Ioniq 6 - sem kom á markað árið 2022 - er fólksbifreið sem sækir innblástur frá Prophecy-hugmyndabílnum sem sýndur var í mars. Henni verður fylgt eftir snemma árs 2024 af stórum sportjeppa, Ioniq 7.

Nýja Ioniq vörumerkið verður selt í gegnum núverandi umboðsnet Hyundai.

„Til að uppfylla ætlunarverk vörumerkis Ioniq mun Hyundai sameina núverandi rafbílagetu sína - svo sem hraðhleðslu, rúmgóða innréttingu og rafmagn sem kemur frá rafhlöðu - með nýjungum í framtíðinni sem sameina hönnun, tækni og þjónustu til að samþætta upplifun bílsins að innan sem utan“, sagði fyrirtækið.

Hyundai sagði að fleiri Ioniq-gerðir muni fylgja eftir að fyrstu þrjár koma á markað fyrir árið 2024.

„Stofnun Ioniq vörumerkisins er til að bregðast við ört vaxandi eftirspurn á markaði og flýta fyrir áætlun Hyundai um að leiða alþjóðlega rafbílamarkaðinn“, sagði fyrirtækið.

Lúxus vörumerkið Genesis, sem er aðskilið frá öðrum vörumerkjum fyrirtækisins hefur sagt að það muni selja rafbíla eftir að komandi bensíngerð crossover bíls þeirra verður kynntur á þessu ári kemur á markað og á árinu 2022.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is