Flottari en mann grunaði þessi litli rafmagnsbíll

Hann er flottur, vel búinn og gæti hæglega í augum sumra litið út eins og uppgerð Honda Civic árgerð 1972. Við erum að tala um Honda E Advance, nýja súper smábílinn frá Honda.

image

Smá retro taktar í hönnuninni.

Honda hefur aldrei farið neitt sérstaklega troðnar slóðir og bílar þeirra hafa ávallt vakið athygli og þeim hafa fylgt gnótt smáatriða sem setja punktinn yfir i-ið í hönnun og tækni.

image

Hann samsvarar sér vel þessi nýi Honda E.

Þessi nýi bíll er engin undantekning. En áður en lengra er haldið munu menn örugglega spyrja – hvað drífur hann langt?  Og svarið er rétt rúmir 200 kílómetrar. Já, það er ansi lítið en er það ekki nóg fyrir svona lítinn bíl sem hugsaður er aðallega fyrir borgarakstur?  - og eins og einhver sagði, með fallegri stúlkum á ballinu!

image

Myndavélar allan hringinn.

Enda er bílinn lítill, 3.9 metrar að lengd, 35.5 kWh rafhlöðu og vegur um 1514 kílógrömm.  

image

Ljósin eru töff og auðvitað LED.

Þess vegna mun taka örstuttan tíma að hlaða þennan bíl. Hægt er að hlaða bílinn í hraðhleðslu upp í 80% á um 20-30 mínutum og ef þú ert heima við og vilt hafa bílinn tilbúinn seinnipartinn í búðina eða ræktina tekur ekki nema fjóra til fimm klukkutíma að hlaða hann tóman í vegghleðslu heima.

image

Myndavélar í stað hliðarspegla.

Ég man að Honda Civic árgerð 1984 fór á 7.4 sekúndum í 100 kílómetra hraða og það þótti 17 ára gömlum ökumanni með glænýtt ökuskírteini æði á þeim tíma.

image

Ertu ekki að grínast?- Þetta er með flottari mælaborðum sem eru í gangi í dag!

Snilldin við þennan litla fák segja menn að sé hversu breiður hann sé eða 2530mm á breiddina – hann er til dæmis 10 sentimetrum hærri en Mini og þyngdarpunkturinn er sérstaklega lágur sem gerir bílinn mjög stöðugan í akstri. Þú situr hátt og sjónlínan er þægileg um framrúðuna.

image

Sérstök hönnun sætanna og þokkalegt pláss afturí.

Og, já hann er ekki með hliðarspegla heldur myndavélar, fullkomnu skjákerfi og 12 tommu skjá sem er laufléttur snertiskjár með notendaviðmóti sem á sér ekki hliðstæðu.  

image

Einstaklega flott hönnun og fínn bíll sem annar bíll á heimilið.

Svo talar þú við Honduna – reyndar bara með lágstemmdum og rólegum rómi. Okay Honda…. – við reiknum með að kaupendur bílsins þurfi ef til vill nokkra daga til að setja sig í rétta gírinn og læra á kerfið.

Byggt á grein frá Autocar.co.uk

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is