VW skráir e-Beetle sem vörumerki. Er “bjallan” að koma aftur sem rafbíll?

Volkswagen kvaddi ekki fyrir svo löngu gömlu góðu „bjölluna“. Á síðasta ári sagði VW að fyrirtækið hefði engin áform um að koma aftur með hana sem rafknúið farartæki, en nú gæti nýtt vörumerki í Evrópu sagt annað.

Bílavefurinn TorqueReport segir frá því að búið sé að sækja um vörumerki sem gefi undir fótinn með þetta.

image

Einn meðlimanna á vettvangi VW ID Talk hefur uppgötvað að VW hefur sent inn vörumerkisumsóknir fyrir nokkur sígild nöfn, en með „e“ fremst, sem myndi merkja að þau séu fyrir rafknúin ökutæki. VW var ekki aðeins með vörumerki e-Beetle, heldur einnig vörumerki e-Karmann og jafnvel e-Golf Classic.

Núna hefur VW aðeins skuldbundið sig til að koma einum EV með „gömlu“ eða „retro“-þema á markaðinn, en það er gamla góða „rúgbrauðið“ eða Id.Buzz, en gæti rafbílsútgáfa að bjöllunni líka verið í pípunum? VW hefur ekki sagt neitt svo í bili verðum við bara að bíða og sjá.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is