Sportjeppinn Skoda Enyaq sem aðeins notar rafhlöður náðist á mynd

    • Þessi rafdrifni sportjeppi verður frumsýndur á næsta ári, en Enyaq verður fyrsti sérsmíðaði rafbíll Skoda

Ljósmyndarar breska bílavefsins AutoExpress náðu „njósnamyndum“ einn nýlegan rigningardag af komandi Skoda Enyaq rafjeppa við prófanir, áður en bíllinn kemur í ljós árið 2021.

image

Þegar bíllinn kemur á markað verður hann fyrsta rafmagns ökutæki tékkneska vörumerkisins sem deilir sama MEB-grunni og Volkswagen ID.3 og Cupra el-Born rafknúnu hlaðbakarnir.

image

Þessar myndir leiða í ljós að þessi rafknúni sportjeppi mun tileinka sér sömu coupe-líka hallandi þaklínu og var forsýnd á Vision iV hugmyndabílnum. Verkfræðingar Skoda hafa komið fyrir nokkrum áfellum að aftan á þessum prófunarbíl í viðleitni til að fela heildarsnið og lögun Enyaq - en það er ljóst að hönnun sportjeppans mun flytja marga eiginleika hugmyndabílsins yfir til framleiðslu.

image

Það er ekkert opinbert orð enn um aflrás eða rafhlöður á Enyaq en þar sem bíllinn er byggður á MEB grunninum eins og Volkswagen ID.4 sportjeppinn, gerum við ráð fyrir að hann muni nota sama úrval rafhlöðuvalkosta og rafmótora.

Eins og ID.4, ætti hefðbundinn Enyaq að vera með 201 hestafla rafmótor sem er festur á afturás og 82 kWh hleðslurafhlöðu undir gólfinu sem ætti að veita sama 160 km hámarkshraða og 500 km aksturssvið á rafhlöðunni. Toppgerðin líklega búin rafmótor á hvorum öxli, sem veitir fjórhjóladrif og afköst upp á 300 hestöfl.

Nýtt leiðarmerki fyrir Skoda

Sem fyrsta Skoda-gerðin sem smíðuð er á MEB-grunninum verður Skoda Enyaq leiðarmerki fyrir vörumerkið. Það er næsta skref í Skoda áætlun að bjóða upp á 10 rafmagnaðir gerðir (tengitvinnbíll og að fullan rafmagns) undir iV undirmerkinu í lok árs 2022, en bílarnir nota einnig tækni sem við munum sjá í víðtækri notkun í VW Group á næstu árum.

image

Skoda áætlar að rafknúin ökutæki og tengitvinnbílar muni nema 25 prósent af sölu sinni árið 2025 og vonir séu miklar að Enyaq muni ná umtalsverðum hluta af því heildarmagni með því að ná sínum hluta í hinum sívinsæla sportjeppaflokki. Í því skyni segist fyrirtækið hafa fjárfest 2 milljarða evra í þróun rafbíla og tengd kerfi þegar árið 2025 kemur.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is