Hætt við bílasýninguna í Genf árið 2021

    • Skipuleggjendur sýningarinnar hafa tilkynnt að sýningin verði ekki hakdin á næsta ári.

Ástæðurnar fyrir því að hætt hefur verið við er áhugaleysi bílaframleiðenda auk óvissu aðstæðna vegna stjórnunar á kórónaveirunnar, segir í yfirlýsingu frá alþjóðlegu bílasýningunni í Genf (GIMS) á mánudag.

image

„Meirihluti sýnenda GIMS sem tóku þátt í könnuninni lýsti því yfir að þeir myndu líklega ekki taka þátt í sýningunni 2021 og að þeir vildu helst hafa GIMS árið 2022,“ sögðu skipuleggjendur í yfirlýsingunni.

Sýning árið 2022 var ekki staðfest

Að halda sýninguna á næsta ári án stuðnings bifreiðaframleiðenda gæti gengið endanlega frá henni sagði Sandro Mesquita, forstjóri GIMS, við Automotive News Europe í viðtali í maí.

Stofnun GIMS hafnaði láninu vegna þess að hún taldi „óheimilt að eitt skilyrði lánsins væri að skipuleggja atburð árið 2021.“

Í staðinn sagðist stofnunin hafa ákveðið að selja bílasýninguna til ráðstefnumiðstöðvarinnar Palexpo í Genf þar sem viðburðurinn er haldinn.

„Markmiðið er að finna lausn sem mun tryggja reglulega skipulagningu alþjóðlegrar bílasýningar í Genf,“ sagði GIMS.

Sýningin er um þriðjungur af verðmæti Palexpo, að því er yfirvöld í Genf hafa sagt.

Einn tilgangur lánsins var að endurgreiða gjöld til bílaframleiðenda sem höfðu greitt fyrir fram fyrir að mæta á viðburðinn í ár, sagði Mesquita í maí. Ekki er ljóst hvort þeir peningar verða nú endurgreiddir.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is