Markaðssetningu á Land Rover Defender 90 seinkað

    • Breski bílaframleiðandinn mun í upphafi einbeita sér að 5 dyra Defender 110 til að bæta upp fyrir seinkanir vegna COVID-19

Land Rover endurvakti Defender í september á síðasta ári með því að afhjúpa þennan jeppa í nýrri mynd á bílasýningunni í Frankfurt árið 2019.

image

Tata Motors keypti breska bilaframleiðslufyrirtækið Jaguar Land Rover af Ford Motor Company árið 2008.

Kórónavírus hefur valdið truflunum á framleiðslu

Kórónavíusfraldurinn hefur valdið truflunum bæði á framleiðslu og söluhlið Jaguar Land Rover. Framleiðsla í verksmiðjunni sem framleiðir Defender í Nitra í Slóvakíu var stöðvuð í um það bil átta vikur þar til í lok maí 2020 og lokanir um allan heim þýddi að jeppinn var ekki að ná sölumarkmiðum í upphafi.

Þrátt fyrir allt þetta þá sagði Mardell að Defender væri þegar kominn með mikið af pöntunum. „Við erum með pantanir meira en þrjá mánuði fram í tímann. Svo við höfum í raun selt þetta út á viðburði okkar á netinu“, sagði hann.

Í þróun sem sýnir sig í auknum í pöntunartölum hjá JLR umboðum á öllum svæðum, sem eru óðum að opna sína starfsemi af fullum krafti, þar sem 89 prósent af söluumboðum fyrirtækisins eru opin eða að hluta. Fyrirtækið greinir frá því að allir sýningarsalir þeirra í Kína séu opnir og fjöldi rekstraraðila í Evrópu sem komnir eru af stað eykst stöðugt.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is