Ford Transit með Raptor grilli

Við þekkjum flest Raptor útgáfuna af pallbílunum frá Ford – en núna sýnir þýska blaðið Auto bild okkur að Ford færir Transit í nýtt útlit með „Trail“ útgáfu, með Raptor grilli og mismunadrifslæsingu frá Focus RS.

image
image

Raptor grillið með risastóru Ford letri er nú einnig hægt að fá frá verksmiðjunni! Sem Ford Transit „Trail“ er sendibílnum ekki aðeins ætlað að vera í torfærum, heldur hefur bílinn einnig verið lagfærður sjónrænt: 16 tommu svartlakkaðar felgur, svuntur í dökkum lit og matt svart Raptor grillið bæta útlitið. Fyrir sendibifreiðina er líka „Offroad“ pakki með svörtum þakbogum og stigbretti yfir alla lengd bifreiðarinnar.

Að innan er Trail-útgáfan með stöðluðum búnaði: sæti úr leðri að hluta, loftkæling, rafstýrðir og aðfellanlegir ytri speglar, ljósnemi og framrúðuhitun.

Þegar kemur að tækni notar Ford sportlegar gerðir eins og í Fiesta ST eða Focus ST og RS. Vélræn driflæsing færist yfir í Transit Trail útgáfur með framhjóladrifi. Tæknin er hönnuð til að koma í veg fyrir að hjól spóli með því að flytja drifkraftinn sjálfkrafa yfir á yfirborð með litlu gripi á hjólið með betra gripi. Útfærslurnar með afturhjóladrifi fá uppfærslu með snjöllu allhjóladrifi sem beinir allt að 50 prósent aflinu að framhjólunum þegar þess er krafist. Í byrjun er „Trail“ búnaðurinn fyrir tveggja lítra EcoBlue mótora með 130 og 170 hestöflum.

image

Tourneo einnig sem Active.

image

Tourneo Custom fær einnig nýja búnaðarlínu. Eins og með Fiesta og Focus verður sendibíllinn fáanlegur í “virkari” útgáfu í framtíðinni. Hjólbogar, hliðar og stuðarar að aftan eru klæddir og bíllinn búinn 17 tommu felgum, þakbogum og dæmigerðu “hunangsmynsturs” grilli að framan. Að innan eru leðursæti og mælaborð með bláan bakgrunn. Tvö aflstig tveggja lítra EcoBlue dísivélarinnar með 130 eða 185 hestöflum og vægt blendingakerfi eru fáanleg fyrir Tourneo Custom Active.

(Auto Bild)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is