Hann á afmæli í dag!

    • Range Rover fær nýja liti í tilefni af 50 ára afmælinu
    • Sérstök útgáfa hefur verið búin til, þar sem þrír nýir litavalkostir eru í boði, einstök „merking“ og nokkur önnur atriði í útliti

Land Rover fagnar mikilvægum afmælisdegi í dag: Range Rover er 50 ára. Til að marka tilefnið hefur framleiðandinn sent frá sér nýjar gerðir í takmörkuðu upplagi af þessum lúxusjeppa.

image

Takmarkað upplag sem nemur 1970 eintökum um allan heim með vísan til ársins þegar fyrsti jeppinn rúllaði af framleiðslulínunni, Range Rover Fifty er með einstakt „handgert“ merki, búið til af Gerry McGovern, hönnunarstjóra Land Rover, bæði að utan og inni í bílnum.

Einstök hönnun á 22 tommu álfelgum og 'Auric Atlas' svartar áherslur á hliðum eru einnig til staðar. Flestir af þessu 1970 eintökum verða með fjórum valkostum á lakki að utan: Carpathian Gray, Santorini Black, Rosello Red og Aruba.

Samt sem áður verður „afar takmarkaður“ fjöldi bíla framleiddur í nýjum litum sem eru sóttir í litatöflu upprunalegu Range Rover: Bahama Gold, Davos White og Tuscan Blue.

Hægt er að panta Range Rover Fifty með ýmsum bensín- og dísildrifrásum og með venjulegu hjólhafi eða lengra hjólhafi. Enn hefur ekki verið tilkynnt um nein verð.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is